Ensku landsliðsmennirnir eru ekki í vandræðum með að útskýra hvers vegna spilamennska liðsins hefur á tíðum verið andlaus og leiðinleg það sem af er á mótinu. Fyrst var það hitinn sem stóð liðinu fyrir þrifum, en nú segir Paul Robinson að slæm vallarskilyrði séu ástæða lélegrar spilamennsku liðsins.
"Vallarskilyrðin hafa gert okkur erfitt um vik í keppninni. Vellirnir hérna eru svo þurrir og virðast ekkert vera vökvaðir. Þetta gerir það að verkum að við spilum mun hægar en við viljum og komumst illa í takt í sendingunum," sagði Paul Robinson, markvörður enska liðsins.