Enska 1. deildarliðið West Brom gekk í dag frá kaupum á framherjanum John Hartson frá skosku meisturunum Glasgow Celtic. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en hann hefur undirritað tveggja ára samning við félagið og verður ætlað að hjálpa Bryan Robson og hans mönnum að komast beint aftur upp í úrvalsdeildina eftir fall í vor.

