Forráðamenn hollenska liðsins Feyenoord fullyrða að varnarmaðurinn Glen Johnson sé við það að ganga í raðir félagsins á lánssamningi. Johnson var á sínum tíma fyrsti leikmaðurinn sem keyptur var til Englandsmeistara Chelsea eftir að Roman Abramovich tók við á sínum tíma, en hefur ekki hlotið náð fyrir augum Jose Mourinho. Johnson á að baki fimm landsleiki fyrir England.

