Forráðamenn portúgalska landsliðsins eru bjartsýnir á að vængmaðurinn Cristiano Ronaldo verði búinn að ná sér af meiðslum sínum þegar liðið mætir Englendingum í 8-liða úrslitunum á HM á laugardaginn. Ronaldo fékk ljótt spark í lærið gegn Hollendingum í gær og er mjög marinn, en er væntanlegur til æfinga á ný á miðvikudaginn.
"Það er mjög sérstakt fyrir mig að spila gegn Englendingum af því ég spila á Englandi sem atvinnumaður og vonandi náum við að vinna þá. Ég er með ljótt mar á lærinu en ég vona að ég verði orðinn góður svo ég geti spilað um helgina," sagði Ronaldo.