Innlent

Sýkna í meiðyrðamáli vegna flugslyssins í Skerja­firði

Sigurður Líndal lagaprófessor var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í meiðyrðamáli sem Friðrik Þór Guðmundsson, aðstandandi ungs manns sem fórst í flugslyinu í Skerjafirði árið 2000, höfðaði gegn honum.

Meiðyrðamálið höfðaði Friðrik Þór vegna ummæla Sigurðar í tenglsum við rannsókn flugslyssins í Skerjafirði.

Sigurður Líndal var formaður nefndar sem rannsakaði rannsóknina á flugslysinu og fleiri skýrslur því tengdu og skilaði skýrslu um málið.

Greint var frá skýrslunni í fréttum Stöðvar 2 deginum áður en kynna átti hana fjölmiðlum og aflýsti Sigurður þá blaðamannafundinum. Hann sakaði Friðrik Þór um að leka skýrslunni í fjölmiðla en því hafnað Friðrik og höfðaði meiðyrðamál á hendur Sigurði.

Friðrik sagði í samtali við NFS í dag að ekki væri lokum skotið fyrir áfrýjun þessa dóms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×