Vildi taka við enska landsliðinu 22. júní 2006 19:22 Luiz Felipe Scolari vildi gjarnan taka við enska landsliðinu NordicPhotos/GettyImages Luiz Felipe Scolari, þjálfari portúgalska landsliðsins, hefur gefið það út að hann hafi haft mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu á sínum tíma, en það hafi í raun verið smáatriði sem gerðu honum ókleift að þiggja starfið. Enskir fjölmiðlar voru búnir að slá því föstu fyrir nokkrum vikum að Scolari yrði næsti landsliðsþjálfari Englendinga, en ekkert varð af því og Scolari gaf helst þá skýringu að sér hefði ofboðið ágangur fjölmiðla. Hann hefur nú gefið fulla skýringu á ákvörðun sinni að hætta við að taka við starfinu. "Það voru öðru fremur tvö atriði sem komu í veg fyrir að ég tæki við starfinu. Í fyrsta lagi vildu Englendingar kynna nýja þjálfarann áður en HM hæfist og við því gat ég ekki orðið. Þá vildi ég líka fá að ráða því hvaða menn yrðu mér til aðstoðar og okkur gekk illa að komast að málamiðlun í þeim efnum. Viðræðurnar gengu vel, en ég var skuldbundinn Portúgal og gat því ekki uppfyllt skilyrði enska knattspyrnusambandsins," sagði Scolari. "Það er auðvitað draumur allra þjálfara að taka við enska landsliðinu, en ég var því miður ekki í aðstöðu til að fá tækifæri til þess nú. Það má vel vera að evrópskur þjálfari hefði geta það, en ég er frá Brasilíu og ég hefði ekki geta fengið mig til að stappa stálinu í mína menn á HM ef við hefðum svo kannski mætt Englendingum í keppninni," sagði Scolari, sem útilokar alls ekki að taka við enska liðinu í framtíðinni. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Luiz Felipe Scolari, þjálfari portúgalska landsliðsins, hefur gefið það út að hann hafi haft mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu á sínum tíma, en það hafi í raun verið smáatriði sem gerðu honum ókleift að þiggja starfið. Enskir fjölmiðlar voru búnir að slá því föstu fyrir nokkrum vikum að Scolari yrði næsti landsliðsþjálfari Englendinga, en ekkert varð af því og Scolari gaf helst þá skýringu að sér hefði ofboðið ágangur fjölmiðla. Hann hefur nú gefið fulla skýringu á ákvörðun sinni að hætta við að taka við starfinu. "Það voru öðru fremur tvö atriði sem komu í veg fyrir að ég tæki við starfinu. Í fyrsta lagi vildu Englendingar kynna nýja þjálfarann áður en HM hæfist og við því gat ég ekki orðið. Þá vildi ég líka fá að ráða því hvaða menn yrðu mér til aðstoðar og okkur gekk illa að komast að málamiðlun í þeim efnum. Viðræðurnar gengu vel, en ég var skuldbundinn Portúgal og gat því ekki uppfyllt skilyrði enska knattspyrnusambandsins," sagði Scolari. "Það er auðvitað draumur allra þjálfara að taka við enska landsliðinu, en ég var því miður ekki í aðstöðu til að fá tækifæri til þess nú. Það má vel vera að evrópskur þjálfari hefði geta það, en ég er frá Brasilíu og ég hefði ekki geta fengið mig til að stappa stálinu í mína menn á HM ef við hefðum svo kannski mætt Englendingum í keppninni," sagði Scolari, sem útilokar alls ekki að taka við enska liðinu í framtíðinni.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira