Angóla krækti í fyrsta stig sitt á HM í sögu landsins þegar því tókst að hanga á markalausu jafntefli við Mexíkó. Einum leikmanni Angóla var vikið af leikvelli þegar tíu mínútur voru til leiksloka, en þó Mexíkóar hafi verið sterkari aðilinn tókst liðinu ekki að skora mark.
