Argentínumennirnir Esteban Cambiasso, Carlos Tevez og Leo Messi komust í sögubækurnar í dag þegar þeir náðu allir að skora mark eftir að hafa komið inn sem varamenn í leiknum gegn Serbíu og Svartfjallalandi. Argentína vann leikinn 6-0 og sendi Serbana heim.
Þetta er í fyrsta sinn í sögu HM sem allir þrír varamenn sama liðsins ná að skora mark, en fjórum sinnum í sögunni hafa tveir varamenn náð að skora mark - nú síðast þeir Tim Cahill og John Aloisi hjá Ástralíu í leiknum gegn Japan. Þá léku varamenn bæði Ungverja og Úrúgvæ þetta afrek eftir í keppninni í Asíu fyrir fjórum árum.