Sigur Ítala á Gana í gær markaði 19. leikinn í röð sem liðið spilar án þess að tapa. Aðeins einu sinni áður í sögu ítalska landsliðsins hefur það spilað fleiri leiki í röð án þess að tapa, en það var fyrir 70 árum síðan.
Ítalska liðið hefur ekki tapað síðan það laut í gras fyrir Slóvenum haustið 2004, en þó liðinu gangi vel í dag á það enn langt í að ná gamla metinu, því á árunum 1935-39 tapaði liðið ekki leik í 30 viðureignum.