Smálið Trinidad og Tobago náði þeim frábæra árangri að gera jafntefli við Svía 0-0 í leik liðanna í B-riðli HM í dag og fögnuðu leikmenn liðsins ákaft í leikslok á meðan Svíarnir naga sig eflaust í handabökin. Markvörðurinn Shaka Hislop hjá Trinidad var klárlega maður leiksins og tryggði sínum mönnum stig með frábærri markvörslu hvað eftir annað, en liðsmenn Trinidad léku manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Avery John var vikið af leikvelli.
Trinidad fagnaði jafntefli sínu við Svía
