Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka, hefur valið framherjann Sidney Govou í HM-hóp sinn í stað Djibril Cisse sem fótbrotnaði í æfingaleik gegn Kínverjum í gærkvöldi. Govou er leikmaður Frakklandsmeistara Lyon og hefur skorað þrjú mörk í nítján landsleikjum, en hann getur spilað bæði á kanti og í framlínunni líkt og Cisse.

