Michael Schumacher hjá Ferrari þarf að ræsa aftastur í rásröðinni í Mónakókappakstrinum á morgun eftir að hann var fundinn sekur um að hafa viljandi reynt að hindra aðra keppendur á lokahringnum í tímatökum í dag. Það verður því heimsmeistarinn Fernando Alonso sem ræsir fyrstur og á um leið mjög góða möguleika á sínum fyrsta sigri á brautinni á ferlinum.

