Forráðamenn úrvalsdeildarliðs Charlton ætla að tilkynna nýjan knattspyrnustjóra og þjálfarateymi hans þann 30. maí næstkomandi. Fjöldi stjóra hafa nú mætt í viðtal til félagsins og eins og staðan er í dag þykir líklegast að Ian Dowie, fyrrum stjóri Crystal Palace, verði næsti stjóri Lundúnaliðsins.
Nýr stjóri tilkynntur hjá Charlton eftir helgi
