Sport

Schumacher bjartsýnn

Michael Schumacher
Michael Schumacher AFP

Michael Schumacher segist ekki leggja jafn mikið upp úr því og aðrir að ná ráspól í Mónakókappakstrinum um næstu helgi, en eins og flestir vita eru aðstæður til framúraksturs þar ekki góðar og því hafa tímatökurnar mikið vægi í keppninni.

Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir hernaðaráætlun Renault-liðsins í raun stillta meira inn á tímatökurnar en keppnina sjálfa, en Schumacher segir að hægt sé að vinna keppnina þrátt fyrir að vera í öðru til fimmta sæti þegar ræst er.

"Það er hægt að gera góða hluti í Mónakó þó maður sé í þriðja, fjórða eða fimmta sæti á ráslínu. Þetta snýst bara um rétta skipulagið," sagði Schumacher, sem hefur unnið fimm sinnum í Mónakó á ferlinum og leitast við að jafna met Ayrton Senna um helgina með sínum sjötta sigri á þessari sögufrægu og fallegu braut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×