Ólympíumeistarar Svía urðu í kvöld heimsmeistarar í íshokkí þegar þeir lögðu ríkjandi titilhafa Tékka í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Lettlandi, 4-0. Þetta er í fyrsta sinn sem sömu þjóð tekst að landa bæði ólympíu og heimsmeistaratitli á sama ári en Svíar unnu ólympíugullið á Ítalíu í febrúar sl.
Þá lögðu Svíar Tékka af velli í undanúrslitunum, 7-3. Finnar unnu bronsið fyrr í dag þegar þeir lögðu Kanadamenn 5-0 í úrslitaleik.