Breiðablik vann ÍBV 4-1 í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í Kópavoginum í dag. Eyjamenn náðu forystu á 21. mínútu þegar Johan Long skoraði beint úr hornspyrnu.
Breiðablik jafnaði metin 8 mínútum fyrir leikhlé en þá skoraði norski bakvörðurinn, Sig Krohn Haaland úr aukaspyrnu af 25 metra færi. Í seinni hálfleik skoruðu Blikar þrívegis. Marel Baldvinsson kom Breiðabliki yfir á 62. mínútu. Markið var umdeilt því í sókninni á undan greip Hjörvar Hafliðason boltann með hendi fyrir utan vítateig. Blikar brunuðu í sókn og Marel skoraði. Hann var síðan aftur á ferðinni 8 mínútum síðar. 16 ára piltur, Viktor Unnar Illugason skoraði síðasta mark leiksins í uppbótartíma en hann hafði skömmu áður komið af varamannabekknum.
Breiðablik hefur unnið báða leiki sína í deildinni og er með 6 stig eins og Fylkir sem vann Grindavík 2-1 í gærkvöldi.