Tveir ungir menn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. maí fyrir að nema mann á brott og misþyrma honum í Heiðmörk um síðustu helgi. Þriðji maðurinn var einnig talinn tengjast málinu en í morgun var fallið frá beiðni um gæsluvarðhald yfir honum.
Mennirnir sem voru dæmdir í gæsluvarðhald í gær höfðu farið huldu höfði eftir atburðinn en gáfu sig fram hvor í sínu lagi í fyrradag. Þremenningarnir eru allir innan við tvítugt og hafa allir komið við sögu lögreglu áður, meðal annars fyrir ofbeldisverk.