Guðjón Þórðarson situr fyrir svörum 14. maí 2006 12:00 Guðjón Þórðarson á hliðarlínunni með Notts County nordicphotos/getty images Aðra hverju viku gefst lesendum Fréttablaðsins og Vísis.is tækifæri til að spyrja fólk úr heimi íþróttanna að því sem þeim lystir. Að þessu sinni er það Guðjón Þórðarson sem situr fyrir svörum en hann stýrir nú Notts County á Englandi. Guðjón hefur meðal annars stýrt Stoke og íslenska landsliðinu, sem hann segir að sé skemmtilegasta starf hans sem þjálfari.Eyþór Grétar Grétarsson, Reykjavík, 20 áraHver er besti knattspyrnumaðurinn á Íslandi í dag? Það er mjög erfitt fyrir mig að svara þessu þar sem ég hef séð lítið af leikmönnum á Íslandi undanfarið. Ég sá hluta mótsins síðasta vor og sá þá marga góða leikmenn, en hver er bestur á þessari stundu get ég bara ekki svarað.Júlíus Garðarsson, Kaupmannhöfn, 38 áraMig langar að vita hvort þú hafir áhuga á að þjálfa í danska boltanum ef þú fengir tilboð þaðan? Danmörk er eitt af mínum uppáhaldslöndum, þar er eflaust mjög gaman að vinna. Ég fékk tilboð á sínum tíma frá Danmörku en ákvað að vera um kyrrt í Englandi. Ég held að ein besta umgjörðin, hvað knattspyrnu á Norðurlöndunum varðar, sé í Danmörku og því gæti það vel verið spennandi kostur.Þorsteinn Þorsteinsson, Reykjavik 112, 29 áraMundir þú vilja taka við íslenska landsliðinu á ný? Það gæti alveg komið til greina ef sú staða kæmi upp. Ég held að þetta sé í mjög góðum höndum hjá Eyjólfi Sverrissyni en við vitum ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér.Anno, Nottingham, UK, 26 áraHow do you feel you have been treated by the Notts County supporters since your arrival at Meadow Lane. Has this changed over the course of the season and do you feel the terms under which you signed your contract have changed over the course of a very stressful season? Ég held að mér hafi verið tekið vel og er sáttur við stuðningsmennina. En það er margt öðruvísi hjá Notts County en ég hafði vonast til.Bjarki, Hafnarfirði, 33 áraHver er besti íslenski leikmaðurinn sem leikið hefur undir þinni stjórn hjá félagsliði, og hver er sá besti erlendi? Það eru margir mjög góðir leikmenn sem ég hef unnið með. Sigurður Jónsson var minn besti leikmaður þegar hann spilaði með ÍA og er einn af þeim bestu. Þorvaldur Örlygsson, á tíma mínum með KA var feykiöflugur. Ég hafði líka gaman að vinna með ungu strákunum á Skaganum á þessum tíma, Þórði, Arnari og Bjarka. Heilt yfir er líka mjög erfitt að svara hver er besti erlendi leikmaðurinn. Sergey Staniuk er líklega besti varnarmaðurinn, Graham Kavanagh besti miðjumaðurinn og Peter Thorne besti sóknarmaðurinn.Elmar Björgvin Skúlason, Reykjavík, 22 áraÉg vil spyrja hvort þú sérð þig þjálfa aftur einhvern timann á Íslandi eða finnst þér þú of góður til þess? Ég gæti alveg hugsað mér að þjálfa á Íslandi þegar að því kemur. Það er fullt af jákvæðum og skemmtilegum hlutum að gerast á Íslandi þrátt fyrir að þetta hafi ekki náð þeim stalli sem ég vonast til að starfa á í nokkur ár til viðbótar.Guðmundur Guðjónsson, Ísafjörður, 27 áraSérðu einhverja efnilega þjálfara/knattspyrnustjóraefni á Íslandi núna? Já það eru margir efnilegir þjálfarar á Íslandi. Ekki bara þjálfarar hjá meistaraflokki í efstu deild heldur einnig þjálfarar í yngri flokkunum. En það er auðvitað himinn og haf á milli þess að vera þjálfari í yngri flokkunum á Íslandi og að vera knattspyrnustjóri á Englandi. Þorsteinn Vignisson, Akranes, 34 ára Hvað er besta íslenska félagslið sem þú hefur þjálfað (hvaða lið og hvaða ár) og ef þú ættir að stilla upp úrvalsliði af þeim íslensku leikmönnum sem þú hefur stýrt hér á landi, hvernig yrði það lið? Besta félagsliðið er Skagaliðið 92 og 93, líklega var 93 liðið aðeins sterkara. En það er ekki hægt að velja ellefu leikmenn úr KA, ÍA og KR sem ég stýrði þarna, en þarna voru margir frábærir leikmenn.Ívar Pétursson, Ísafjörður, 20Á hverja tipparðu sem Íslandsmeistara í sumar? Ég held að baráttan verði mjög spennandi. Það á eftir að reyna á Val, þeir komu á óvart í fyrra en ég held að baklandið þeirra sé mjög sterkt. FH er með besta leikmannahópinn. Það verður gaman að fylgjast með KR, ég hlakka til að sjá Teit og vona að honum gangi vel. ÍA verður líka með sterkt lið en það er spurning hvernig þeim tekst upp með varnarleikinn. Annars eru þetta alltaf einföld fræði, ef þú skorar einu marki fleira en andstæðingurinn, þá ertu í góðum málum.jón Fannar, akureyri, 20 áraEf þú mættir velja eitt lið til þess að sjórna í ensku úrvalsdeildinni hvaða lið væri það, og með hvaða liði helduru í deildinni? Ég væri alveg til í að stjórna Chelsea og hafa endalausa peninga til að gera það sem ég vildi. En ég hef alltaf haldið með Liverpool.Andri Snær, Akureyri, 20Hvað er það sem stendur upp úr að þínu mati á þínum merka þjálfaraferli? Á mínum ferli hefur hver sigur verið sætur og hvert augnablik í viðkomandi sigri en ákveðinn tindur. Ég á margar frábærar minningar frá ferlinum mínum og ég get varla tekið neitt úr. Það var mjög óvænt þegar við unnum hjá KA, það var líka óvænt þegar ég fór upp með ÍA og unnum svo Íslandsmótið tímabilið eftir. Ég hef verið mjög heppinn og starfað með góðum klúbbum á Íslandi auk þess sem samstarf mitt og KSÍ var mjög gott. Það var ótrúlegt að fara með Stoke á Wembley og vinna Framrúðubikarinn, eða litla bikarinn eins og ég kalla hann, fyrir framan 78.000 manns. Auðvitað var gaman að fara upp með Stoke líka. En eitt mesta kryddið var útileikurinn gegn Frökkum á Stade de France. Það er líklega sá fótboltaleikur sem stendur upp úr. Þegar við náðum að jafna leikinn, eftir að hafa verið 2-0 undir en tapa svo á síðustu sekúndunum, 80.000 manns og stórkostleg stemmning á vellinum, það var ótrúlegt.Jón Heiðar Sigurðsson, Akureyri, 15 áraHvaða sonur þinn finnst þér bestur í knattspyrnu? Í dag er engin launung að Jói Kalli er sterkastur, hann átti frábært tímabil með Leicester. Þeir hafa allir sína kosti og galla.Stefán Hjalti Garðarsson, Reykjavík, 23 áraEf þú gætir valið að nýju hvort þú héldir áfram með landsliðið eða farið til Stoke, yrði valið það sama? Það val yrði það sama, já.Kristján Helgason, Hafnarfjörður, 42 áraEr ekki viss meðalmennska í gangi í íslenskum fótbolta? Á köflum er það það. Við verlaunum of oft meðalmennskuna. Það þarf að skerpa á gæðunum og verðlauna þá sem eru tilbúnir að leggja verulega á sig.Kolbrún Carlsen, Reykjavík, 26 áraHefurðu áhuga á því að þjálfa meistaraflokk kvenna í framtíðinni? Ég þjálfaði einu sinni meistaraflokk kvenna á Akranesi, hluta úr vetri. Ég hafði afskaplega gaman að því en ég held að kvennaboltinn höfði ekki til mín.Ásgeir Einarsson, Hafnarfjörður, 16 áraHvor finnst þér vera betri stjóri Jose Mourinho eða Rafael Benitez? Mér finnst hvorugur þeirra vera neitt sérstaklega skemmtilegur, þeir spila báðir frekar neikvæðan fótbolta. Mourinho hefur svo djúpa vasa að hann getur sótt það sem hann vill og Benítez hefur verið að taka vel til hjá Liverpool. Mourinho gerði frábæra hluti með Porto en ferilsskrá beggja er glæst.Elín Bj. Sigurjónsdóttir, Hvolsvöllur, 12 áraHver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Það er afstætt hver er frægur! Ég hef hitt Pele, Kevin Keegan, Kenny Dalglish og fullt af mönnum sem taldir eru þekktir í fótboltaheiminum. Það er ekki hægt að telja þá alla upp og velja hver er frægur og hver ekki.Róbert Blanco, Reykjavík, 16 áraHvað geriru til að halda ró þinni þegar þú verður virkilega pirraður? Þá verð ég að fara út að ganga eða í ræktina. Það þýðir að minnsta kosti ekki að spila golf, þá slæ ég bara út um allar trissur.Atli Sigurðsson, Reykjavík, 16 áraHvernig tilfinning er það að þjálfa sína eigin syni? Þú hlýtur að koma aðeins öðruvísi fram við þá en aðra á æfingum? Ég hef aldrei komið neitt öðruvísi fram við þá, en ég geri meiri kröfur til þeirra en annarra. Það er erfiðara fyrir þá að vera með mig sem þjálfara en fyrir mig að hafa þá sem leikmenn.Ólafur B, Reykjavík, 28Hvað heldur þú að taki þig langan tíma að byggja upp lið sem mætir þínum gæðakröfum hjá Notts County, miðað við fjárhagsstöðu liðsins? Það er erfitt að segja, ég er líka að keppa við fjárhag annarra liða og hvað þau leggja í þetta. Eins og staðan er núna verð ég ekki með mjög mikinn pening fyrir næsta tímabil, en ef allt er eðlilegt verð ég kominn upp með liðið innan þriggja ára. Ég ætla samt að reyna að gera það á næsta ári.Sigurbaldur Frímannsson, Grindavík, 21 ársAf þeim liðum sem þú hefur stjórnað, hvaða liði var skemmtilegast að stýra? Íslenska landsliðinu.Jón Arnar Magnússon, Reykjavik, 25 áraHvort finnst þér skemmtilegra að þjálfa landslið eða félagslið? Það er rosalega ólíkt, en bæði mjög skemmtilegt. Þegar maður þjálfara félagslið er með í vinnunni 46 vikur eða meira á ári, tímabilið er þétt og margir leikir í gangi. Þegar þú þjálfar landslið ferðastu mikið og fylgist með leikmönnum, það var mjög gaman líka.Rúnar, Vestmannaeyjar, 22 áraMundir þú segja að þú hafi verið grófur leikmaður á sínum tíma? Nei ég var það nú ekki. Í blálokin á ferlinum mínum var ég rekinn útaf í fyrsta skipti á fimmtán ára ferli, það voru þó mistök og dómarinn baðst meira að segja afsökunar á því. En ég var fastur fyrir.Jónas Hörður Árnason, Reykjavík, 26 áraGæturðu hugsað þér að þjálfa kvennalandsliðið í fótbolta og ef ekki hvað þyrfti til þess að þú tækir starfið að þér? Eins og ég nefndi fyrr þá höfðar kvennaboltinn ekki til mín.Rögnvaldur Hallgrímsson, Reykjavík, 41 ársÞetta tímabil hlýtur að hafa valdið þér vonbrigðum ekki satt? Er ekki erfitt fyrir þig að starfa í þessu umhverfi enginn peningur til að styrkja liðið? Ég vissi að tímabilið yrði erfitt, en ekki svona erfitt. Þegar ég fékk ekki þann pening sem ég taldi að ég myndi fá, þá olli það mér miklum vonbrigðum. Það var ýmislegt sem fór í gegnum huga minn á þessum tíma.Gísli Guðjónsson, Reykjavík, 22 áraHvað gerirðu við menn sem nenna ekki að leggja sig fram á æfingum? Þeir verða ekki mjög lengi hjá mér, það er alveg ljóst.Guðjón Guðmundsson, Reykjavík, 27 áraHver er mesta kellingin sem þú hefur þjálfað á ferlinum og hver er mesti naglinn? Sem betur fer hef ég aldrei haft neinar kellingar, þannig lagað. Mestu máli skiptir að ná ákveðnu jafnvægi í þetta og þeir strákar sem ég hef þjálfað leggja sig nánast undantekningalaust alla fram. En ég hef þjálfað marga naglana.Björgvin Björgvinsson, Reykjavík, 40 áraGuðjón, lítur þú á þig sem KR-ing? Ég lít fyrst og fremst á mig sem íslending. En þegar maður hefur starfað með klúbbi eins og KR verður maður snortinn af því og KR á alltaf stað í mínu hjarta.Júlíus, Rvk, 31 ársHverjir verða heimsmeistarar og af hverju? Brasilía - Af því þeir eru bestir.Tryggvi Jónsson, Reykjavík, 27 áraTelurðu að þú hefðir getað gert ÍA að „Rosenborgar-einveldi" á Íslandi um ókomna tíð ef þú hefðir fengið tíma til? Og hvað fannst þér um störf eftirmanns þíns hjá ÍA, Ivan Golac? Já ég er ekki frá því. Menn veltu því fyrir sér hvernig við gætum þróað þetta áfram eftir 1993. En til Golac þekki ég ekkert.Davíð Berg Ragnarsson, Reykjavík, 16 áraHver mótaði þinn þjálfunarstíl? Það var enginn einn, ég hef sankað að mér þekkingu út um allt. Ég hef verið heppinn að læra af færum mönnum. Ég heimsótti menn vítt og breitt þegar ég fór út í þjálfun, ég heimsótti Brian Clough hjá Nottingham Forest, ég fór til liða á Skandinavíu, á Ítalíu og lærði meðal annars af Boskov hjá Roma. Allt hefur þetta dregist saman í það sem maður er í dag.Emil Alfreð Emilsson, Hafnarfjörður, 16 ára Hvað færðu þér á pylsuna þína? Ég fæ mér allt. Því miður eru ekki jafn góðar pulsur í Englandi og á Íslandi. Það er reyndar hluti af stemmningunni hérna á Englandi að fá sér eina ógeðslega pulsu fyrir leiki en þær eru langsamlega bestar á Íslandi.Emil Alfreð Emilsson, Hafnarfjörður, 16 áraHvað tekurðu í bekkpressu? Ætli ég taki ekki um 90-95 kíló. Ég á best 120 í bekkpressu og 180 í hnébeygju, þá hef ég verið um þrítugsaldurinn.Emil Alfreð Emilsson, Hafnarfjörður, 16 áraHvernig myndi Keflavík-Notts County fara? Ég er hræddur um að Keflavík ætti ekki mikla möguleika.Sindri Kristjánsson, Akureyri, 22 áraNú ert þú Guðjón sennilega manna fróðastur um samskipti knattspyrnustjóra á Englandi. Maður heyrir oft í í fréttum að stjórarnir séu að skjóta á hvorn annan og oft myndast jafnvel rígur á milli þeirra (skv. fréttamiðlum). Hvernig er þessu háttað t.d. á leikdag? Hittast stjórar (og þá hugsanlega fleiri forsvarsmenn liða) fyrir og/eða eftir leiki? Menn hittast undantekningalaust eftir leiki, en ekki alltaf fyrir þá. Menn öskra og láta öllum illum látum við hliðarlínuna en það er búið strax eftir leik. Ég hef þó tekið nokkra á teppið, og sagði meðal annars við einn að hann væri svo ljótur að það ætti að banna hann á almannafæri! Hann kom samt eftir leikinn og fékk sér drykk.Steinar Júlíusson, Reykjavík, 25 áraHvað eiga þjálfarar í íslensku deildinni að leggja áherslu á öðru fremur í þjálfun sinni til að auka gæði íslenskrar knattspyrnu og ennfremur auka möguleika þessara liða að komast lengra í Evrópukeppnum? Það væri hægt að skrifa BA ritgerð um þetta mál! En hugsanlega fyrst og fremst að vinna mikið í tækniatriðunum og auka leikskilninginn. Maður sér oft góða leikmenn sem hafa ekki hugmynd um hvar þeir eiga að vera eða gera.Hrefna Halldórsdóttir, Manchester, 50 áraHvað er þú með í forgjöf? Ég er að lækka. Það fer eftir veðri og vindum og hvernig skapi ég er í. Ég er í kringum 18 eða 19 í forgjöf.Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Reykjavík, 20 áraHver teluru vera bestu leikmannakaup þín á þínum þjálfaraferli ? Þegar ég fékk Sergey Staniuk til Stoke.Karl Rafnsson, Reykjavík, 52 áraÞú reyndir að fá Rúnar Kristinsson til Stoke á sínum tíma. Var það röng ákvörðun hjá Rúnari að koma ekki til Stoke á þeim tíma - hefur þú trú á að hann hefði getað skapað sér nafn í enska boltanum? Rúnar hefði getað gert það já. Ég vann með Rúnari í landsliðinu og hjá KR, þar sem við áttum mjög gott samstarf. Ég hafði gaman að því að vinna með honum. Hann er drengur góður og frábær leikmaður.Oddur Ævar, Reykjavík, 13 áraHefuru einhvern tímann spilað Manager leiki? Nei, það hef ég aldrei gert. Það er svo gríðarlega langt frá raunveruleikanum sem maður lifir í en ég hef séð strákana leika sér eitthvað í þessu. Ef ég hef lausan tíma þá færi ég frekar í golf en að hanga í þessu í tölvunni.Mundi, Reykjavík, 27 áraNú eru eigandaskipti yfirvofandi hjá Stoke City og lítur út fyrir að Peter Coates taki félagið yfir. Værir þú tilbúinn að starfa aftur fyrir félagið í ljósi breytinganna eftir að hafa verið rekinn frá því eftir að hafa náð frábærum árangri með liðinu eða skipta þessar breytingar ekki máli? Takk fyrir og vonandi tekst ykkur í Notts County að halda ykkur uppi! Ég væri alveg til í að vinna með Peter Coates. Ég átti fínt samstarf með honum á sínum tíma og væri tilbúinn að vinna fyrir hann aftur.Ásdís Ólafsdóttir, Reykjavík, 25 áraÁttu þér uppáhalds James Bond mynd eða uppáhalds leikara sem Bond? Ég er Bond aðdáandi í mér. Sean Connery var alltaf flottur og myndirnar eru margar góðar en engin sérstök er í uppáhaldi.Ari Ólafsson, Reykjavík, 20 áraDerrick eða Matlock? Ég er ekki mikill seríukall. Ég horfi reyndar á 24 og tek það á DVD, fjóra þætti í einu, en hvorugur þessara þátta eiga upp á pallborðið hjá mér.Baldur Kristinsson, Reykjavík, 38 áraFinnst þér ekki Guðjón, minnkandi möguleikar á því að við Íslendingar komumst í stórkeppni einsog HM? Nei ég held ekki. Ég held að landsliðið í dag sé ágætlega skipað og ef eitthvað er, þá er hann sterkari og reyndari en hópurinn sem ég hafði á sínum tíma. Ef menn standa saman er hægt að fara með liðið á stórmót. Guðmundur Orri Arnarson, Reykjavík (Akranes), 23 áraNú vita allir að þú ert einn umtalaðasti þjálfari Íslandssögunnar, og ertu þar fyrir mína parta sá einn sá umtalaðasti og lang besti þjálfarinn sem Ísland hefur gefið af sér. Þannig ég spyr hvernig er að vera „Besti" þjálfari sem við Íslendingarnir höfum átt og hvenær munt þú stýra Skagaliðinu Aftur? (Samt myndi ég ekki vilja missa Óla Þórðar) Ég veit nú ekki hvort ég sé sá besti, ég hef verið farsæll og heppinn að fá að vinna með góðu fólki. Það er aldrei að vita hvort ég komi aftur á Skagann, ég hef góðar tilfinningar til ÍA, það gæti gerst að ég komi þangað fyrr en síðar.Jónas, Reykjavik, 32 áraEr munur á íslenskum leikmönnum og erlendum hvað aga varðar? Flestir íslensku leikmannanna eru mjög agaðir og góðir atvinnumenn. Það eina sem hætt er við þegar menn ætla að vera stórir fiskar í lítilli tjörn á Íslandi og missa fótana.Halldór Brynjar, Reykjavík, 22 áraNú er oft stirt á milli knattspyrnuþjálfara, átt þú einhvern sérstakan „óvin"? Engan óvin kannski, en þeir eru nokkrir sem eru svolítið leiðinlegir. En ég lít ekki á þá sem óvini mina, þetta eru bara stjórar sem eru svolítið skrýtnir. Þó svo að margt fljúgi á milli manna er það fljótt gleymt og grafið.Ásdís Erla Valdórsdóttir, Hafnarfjörður, 29 áraEf þér og Gunnari hefði ekki lent saman hjá Stoke og þú hefðir verið áfram við stjórnvölinn en hann ekki, telur þú að Stoke væri í dag úrvalsdeildarfélag? Já, ég er sannfærður um að ég hefði klárað það verk. Ég væri líklega að koma liðinu upp núna, samhliða Reading, það hefði sennilega tekið þrjú ár.Ólafur Gauti Ólafsson, Reykjavík, 21 ársNú ertu þekktur fyrir mjög stórt skap, hefur það bitnað á þér eða hefur það hjálpað þér eitthvað í hinum harða heimi knattspyrnunnar? Ég er skapmaður, en það er mér oftar en ekki kraftur og eldsneyti. Það hefur því hjálpað mér frekar en hitt, en þessi heimur er ekki fyrir skaplausa.Tara Ösp Halldórsdóttir, 16 áraÁttu einhver gæludýr? Nei, ég á engin gæludýr.Valtýr Breki, Hafnarfjörður, 14 áraAf hverju settirðu ekki Eið Smára Guðjohnsen inn á með föður sínum Arnóri þegar þú hafðir fyrst tækifæri til þess? Það var Logi Ólafsson sem hafði tækifæri til þess, en ekki ég. Hann skipti Eiði inná fyrir Arnór. Ef ég hefði verið við stjórnvölin hefði ég sett Eið inná til að spila með föður sínum, þó svo ekki nema bara til að hafa það út frá sögulegu sjónarmiði.Sölmundur Karl Pálsson, Akureyri, 22Hvernig er það að vera svona frægur á Íslandi? Má hver sem er koma og heilsa þér? Það er ótrúlegasta folk sem heilsar mér og spyr hvort það megi taka í hendina á mér, ég sé ekkert athugavert við það. Ég er bara venjulegur íslendingur og ekkert öðruvísi en annað folk.Hlynur Örn, Akureyri, 16 áraHver er skoðun þín á samkynhneigðum? Myndirðu leyfa samkynhneigðum manni að spila í þínu liði? Kynhneigð manna eða litarháttur skiptir mig engu máli. Mér er ekki kunnugt um að ég hafi þjálfað samkynhneigðan mann, en það skiptir mig ekki nokkru máli.Einar H Aðalbjörnsson, Keflavík, 48 áraNú ert þú að klára fyrsta ár þitt hjá klúbb sem er nánast gjaldþrota. Þú hefur ekki fengið neinn pening til leikmannakaupa. Þetta hefur í raun ekkert gengið. Er þetta samt mun betra en að þjálfa lið hér á klakanum? Það er spurning hvað er betra. Það hefði verið mjög þægilegt að vera heima á Íslandi og þjálfa en þessi brekka sem ég er í núna var óþekkt stærð fyrir mér þegar ég dembdi mér í þetta. Ég er að starfa í allt öðru umhverfi hér en heima. Það er alltaf matsatriði hvað fólki finnst gott og þægilegt. Sumir vilja kannskki bara ganga til vinnu og þurfa ekkert að beygja á sér bakið eða svitna, ég er ekki þannig. Ég vil þurfa að hafa fyrir hlutunum. Innlendar Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Sjá meira
Aðra hverju viku gefst lesendum Fréttablaðsins og Vísis.is tækifæri til að spyrja fólk úr heimi íþróttanna að því sem þeim lystir. Að þessu sinni er það Guðjón Þórðarson sem situr fyrir svörum en hann stýrir nú Notts County á Englandi. Guðjón hefur meðal annars stýrt Stoke og íslenska landsliðinu, sem hann segir að sé skemmtilegasta starf hans sem þjálfari.Eyþór Grétar Grétarsson, Reykjavík, 20 áraHver er besti knattspyrnumaðurinn á Íslandi í dag? Það er mjög erfitt fyrir mig að svara þessu þar sem ég hef séð lítið af leikmönnum á Íslandi undanfarið. Ég sá hluta mótsins síðasta vor og sá þá marga góða leikmenn, en hver er bestur á þessari stundu get ég bara ekki svarað.Júlíus Garðarsson, Kaupmannhöfn, 38 áraMig langar að vita hvort þú hafir áhuga á að þjálfa í danska boltanum ef þú fengir tilboð þaðan? Danmörk er eitt af mínum uppáhaldslöndum, þar er eflaust mjög gaman að vinna. Ég fékk tilboð á sínum tíma frá Danmörku en ákvað að vera um kyrrt í Englandi. Ég held að ein besta umgjörðin, hvað knattspyrnu á Norðurlöndunum varðar, sé í Danmörku og því gæti það vel verið spennandi kostur.Þorsteinn Þorsteinsson, Reykjavik 112, 29 áraMundir þú vilja taka við íslenska landsliðinu á ný? Það gæti alveg komið til greina ef sú staða kæmi upp. Ég held að þetta sé í mjög góðum höndum hjá Eyjólfi Sverrissyni en við vitum ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér.Anno, Nottingham, UK, 26 áraHow do you feel you have been treated by the Notts County supporters since your arrival at Meadow Lane. Has this changed over the course of the season and do you feel the terms under which you signed your contract have changed over the course of a very stressful season? Ég held að mér hafi verið tekið vel og er sáttur við stuðningsmennina. En það er margt öðruvísi hjá Notts County en ég hafði vonast til.Bjarki, Hafnarfirði, 33 áraHver er besti íslenski leikmaðurinn sem leikið hefur undir þinni stjórn hjá félagsliði, og hver er sá besti erlendi? Það eru margir mjög góðir leikmenn sem ég hef unnið með. Sigurður Jónsson var minn besti leikmaður þegar hann spilaði með ÍA og er einn af þeim bestu. Þorvaldur Örlygsson, á tíma mínum með KA var feykiöflugur. Ég hafði líka gaman að vinna með ungu strákunum á Skaganum á þessum tíma, Þórði, Arnari og Bjarka. Heilt yfir er líka mjög erfitt að svara hver er besti erlendi leikmaðurinn. Sergey Staniuk er líklega besti varnarmaðurinn, Graham Kavanagh besti miðjumaðurinn og Peter Thorne besti sóknarmaðurinn.Elmar Björgvin Skúlason, Reykjavík, 22 áraÉg vil spyrja hvort þú sérð þig þjálfa aftur einhvern timann á Íslandi eða finnst þér þú of góður til þess? Ég gæti alveg hugsað mér að þjálfa á Íslandi þegar að því kemur. Það er fullt af jákvæðum og skemmtilegum hlutum að gerast á Íslandi þrátt fyrir að þetta hafi ekki náð þeim stalli sem ég vonast til að starfa á í nokkur ár til viðbótar.Guðmundur Guðjónsson, Ísafjörður, 27 áraSérðu einhverja efnilega þjálfara/knattspyrnustjóraefni á Íslandi núna? Já það eru margir efnilegir þjálfarar á Íslandi. Ekki bara þjálfarar hjá meistaraflokki í efstu deild heldur einnig þjálfarar í yngri flokkunum. En það er auðvitað himinn og haf á milli þess að vera þjálfari í yngri flokkunum á Íslandi og að vera knattspyrnustjóri á Englandi. Þorsteinn Vignisson, Akranes, 34 ára Hvað er besta íslenska félagslið sem þú hefur þjálfað (hvaða lið og hvaða ár) og ef þú ættir að stilla upp úrvalsliði af þeim íslensku leikmönnum sem þú hefur stýrt hér á landi, hvernig yrði það lið? Besta félagsliðið er Skagaliðið 92 og 93, líklega var 93 liðið aðeins sterkara. En það er ekki hægt að velja ellefu leikmenn úr KA, ÍA og KR sem ég stýrði þarna, en þarna voru margir frábærir leikmenn.Ívar Pétursson, Ísafjörður, 20Á hverja tipparðu sem Íslandsmeistara í sumar? Ég held að baráttan verði mjög spennandi. Það á eftir að reyna á Val, þeir komu á óvart í fyrra en ég held að baklandið þeirra sé mjög sterkt. FH er með besta leikmannahópinn. Það verður gaman að fylgjast með KR, ég hlakka til að sjá Teit og vona að honum gangi vel. ÍA verður líka með sterkt lið en það er spurning hvernig þeim tekst upp með varnarleikinn. Annars eru þetta alltaf einföld fræði, ef þú skorar einu marki fleira en andstæðingurinn, þá ertu í góðum málum.jón Fannar, akureyri, 20 áraEf þú mættir velja eitt lið til þess að sjórna í ensku úrvalsdeildinni hvaða lið væri það, og með hvaða liði helduru í deildinni? Ég væri alveg til í að stjórna Chelsea og hafa endalausa peninga til að gera það sem ég vildi. En ég hef alltaf haldið með Liverpool.Andri Snær, Akureyri, 20Hvað er það sem stendur upp úr að þínu mati á þínum merka þjálfaraferli? Á mínum ferli hefur hver sigur verið sætur og hvert augnablik í viðkomandi sigri en ákveðinn tindur. Ég á margar frábærar minningar frá ferlinum mínum og ég get varla tekið neitt úr. Það var mjög óvænt þegar við unnum hjá KA, það var líka óvænt þegar ég fór upp með ÍA og unnum svo Íslandsmótið tímabilið eftir. Ég hef verið mjög heppinn og starfað með góðum klúbbum á Íslandi auk þess sem samstarf mitt og KSÍ var mjög gott. Það var ótrúlegt að fara með Stoke á Wembley og vinna Framrúðubikarinn, eða litla bikarinn eins og ég kalla hann, fyrir framan 78.000 manns. Auðvitað var gaman að fara upp með Stoke líka. En eitt mesta kryddið var útileikurinn gegn Frökkum á Stade de France. Það er líklega sá fótboltaleikur sem stendur upp úr. Þegar við náðum að jafna leikinn, eftir að hafa verið 2-0 undir en tapa svo á síðustu sekúndunum, 80.000 manns og stórkostleg stemmning á vellinum, það var ótrúlegt.Jón Heiðar Sigurðsson, Akureyri, 15 áraHvaða sonur þinn finnst þér bestur í knattspyrnu? Í dag er engin launung að Jói Kalli er sterkastur, hann átti frábært tímabil með Leicester. Þeir hafa allir sína kosti og galla.Stefán Hjalti Garðarsson, Reykjavík, 23 áraEf þú gætir valið að nýju hvort þú héldir áfram með landsliðið eða farið til Stoke, yrði valið það sama? Það val yrði það sama, já.Kristján Helgason, Hafnarfjörður, 42 áraEr ekki viss meðalmennska í gangi í íslenskum fótbolta? Á köflum er það það. Við verlaunum of oft meðalmennskuna. Það þarf að skerpa á gæðunum og verðlauna þá sem eru tilbúnir að leggja verulega á sig.Kolbrún Carlsen, Reykjavík, 26 áraHefurðu áhuga á því að þjálfa meistaraflokk kvenna í framtíðinni? Ég þjálfaði einu sinni meistaraflokk kvenna á Akranesi, hluta úr vetri. Ég hafði afskaplega gaman að því en ég held að kvennaboltinn höfði ekki til mín.Ásgeir Einarsson, Hafnarfjörður, 16 áraHvor finnst þér vera betri stjóri Jose Mourinho eða Rafael Benitez? Mér finnst hvorugur þeirra vera neitt sérstaklega skemmtilegur, þeir spila báðir frekar neikvæðan fótbolta. Mourinho hefur svo djúpa vasa að hann getur sótt það sem hann vill og Benítez hefur verið að taka vel til hjá Liverpool. Mourinho gerði frábæra hluti með Porto en ferilsskrá beggja er glæst.Elín Bj. Sigurjónsdóttir, Hvolsvöllur, 12 áraHver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Það er afstætt hver er frægur! Ég hef hitt Pele, Kevin Keegan, Kenny Dalglish og fullt af mönnum sem taldir eru þekktir í fótboltaheiminum. Það er ekki hægt að telja þá alla upp og velja hver er frægur og hver ekki.Róbert Blanco, Reykjavík, 16 áraHvað geriru til að halda ró þinni þegar þú verður virkilega pirraður? Þá verð ég að fara út að ganga eða í ræktina. Það þýðir að minnsta kosti ekki að spila golf, þá slæ ég bara út um allar trissur.Atli Sigurðsson, Reykjavík, 16 áraHvernig tilfinning er það að þjálfa sína eigin syni? Þú hlýtur að koma aðeins öðruvísi fram við þá en aðra á æfingum? Ég hef aldrei komið neitt öðruvísi fram við þá, en ég geri meiri kröfur til þeirra en annarra. Það er erfiðara fyrir þá að vera með mig sem þjálfara en fyrir mig að hafa þá sem leikmenn.Ólafur B, Reykjavík, 28Hvað heldur þú að taki þig langan tíma að byggja upp lið sem mætir þínum gæðakröfum hjá Notts County, miðað við fjárhagsstöðu liðsins? Það er erfitt að segja, ég er líka að keppa við fjárhag annarra liða og hvað þau leggja í þetta. Eins og staðan er núna verð ég ekki með mjög mikinn pening fyrir næsta tímabil, en ef allt er eðlilegt verð ég kominn upp með liðið innan þriggja ára. Ég ætla samt að reyna að gera það á næsta ári.Sigurbaldur Frímannsson, Grindavík, 21 ársAf þeim liðum sem þú hefur stjórnað, hvaða liði var skemmtilegast að stýra? Íslenska landsliðinu.Jón Arnar Magnússon, Reykjavik, 25 áraHvort finnst þér skemmtilegra að þjálfa landslið eða félagslið? Það er rosalega ólíkt, en bæði mjög skemmtilegt. Þegar maður þjálfara félagslið er með í vinnunni 46 vikur eða meira á ári, tímabilið er þétt og margir leikir í gangi. Þegar þú þjálfar landslið ferðastu mikið og fylgist með leikmönnum, það var mjög gaman líka.Rúnar, Vestmannaeyjar, 22 áraMundir þú segja að þú hafi verið grófur leikmaður á sínum tíma? Nei ég var það nú ekki. Í blálokin á ferlinum mínum var ég rekinn útaf í fyrsta skipti á fimmtán ára ferli, það voru þó mistök og dómarinn baðst meira að segja afsökunar á því. En ég var fastur fyrir.Jónas Hörður Árnason, Reykjavík, 26 áraGæturðu hugsað þér að þjálfa kvennalandsliðið í fótbolta og ef ekki hvað þyrfti til þess að þú tækir starfið að þér? Eins og ég nefndi fyrr þá höfðar kvennaboltinn ekki til mín.Rögnvaldur Hallgrímsson, Reykjavík, 41 ársÞetta tímabil hlýtur að hafa valdið þér vonbrigðum ekki satt? Er ekki erfitt fyrir þig að starfa í þessu umhverfi enginn peningur til að styrkja liðið? Ég vissi að tímabilið yrði erfitt, en ekki svona erfitt. Þegar ég fékk ekki þann pening sem ég taldi að ég myndi fá, þá olli það mér miklum vonbrigðum. Það var ýmislegt sem fór í gegnum huga minn á þessum tíma.Gísli Guðjónsson, Reykjavík, 22 áraHvað gerirðu við menn sem nenna ekki að leggja sig fram á æfingum? Þeir verða ekki mjög lengi hjá mér, það er alveg ljóst.Guðjón Guðmundsson, Reykjavík, 27 áraHver er mesta kellingin sem þú hefur þjálfað á ferlinum og hver er mesti naglinn? Sem betur fer hef ég aldrei haft neinar kellingar, þannig lagað. Mestu máli skiptir að ná ákveðnu jafnvægi í þetta og þeir strákar sem ég hef þjálfað leggja sig nánast undantekningalaust alla fram. En ég hef þjálfað marga naglana.Björgvin Björgvinsson, Reykjavík, 40 áraGuðjón, lítur þú á þig sem KR-ing? Ég lít fyrst og fremst á mig sem íslending. En þegar maður hefur starfað með klúbbi eins og KR verður maður snortinn af því og KR á alltaf stað í mínu hjarta.Júlíus, Rvk, 31 ársHverjir verða heimsmeistarar og af hverju? Brasilía - Af því þeir eru bestir.Tryggvi Jónsson, Reykjavík, 27 áraTelurðu að þú hefðir getað gert ÍA að „Rosenborgar-einveldi" á Íslandi um ókomna tíð ef þú hefðir fengið tíma til? Og hvað fannst þér um störf eftirmanns þíns hjá ÍA, Ivan Golac? Já ég er ekki frá því. Menn veltu því fyrir sér hvernig við gætum þróað þetta áfram eftir 1993. En til Golac þekki ég ekkert.Davíð Berg Ragnarsson, Reykjavík, 16 áraHver mótaði þinn þjálfunarstíl? Það var enginn einn, ég hef sankað að mér þekkingu út um allt. Ég hef verið heppinn að læra af færum mönnum. Ég heimsótti menn vítt og breitt þegar ég fór út í þjálfun, ég heimsótti Brian Clough hjá Nottingham Forest, ég fór til liða á Skandinavíu, á Ítalíu og lærði meðal annars af Boskov hjá Roma. Allt hefur þetta dregist saman í það sem maður er í dag.Emil Alfreð Emilsson, Hafnarfjörður, 16 ára Hvað færðu þér á pylsuna þína? Ég fæ mér allt. Því miður eru ekki jafn góðar pulsur í Englandi og á Íslandi. Það er reyndar hluti af stemmningunni hérna á Englandi að fá sér eina ógeðslega pulsu fyrir leiki en þær eru langsamlega bestar á Íslandi.Emil Alfreð Emilsson, Hafnarfjörður, 16 áraHvað tekurðu í bekkpressu? Ætli ég taki ekki um 90-95 kíló. Ég á best 120 í bekkpressu og 180 í hnébeygju, þá hef ég verið um þrítugsaldurinn.Emil Alfreð Emilsson, Hafnarfjörður, 16 áraHvernig myndi Keflavík-Notts County fara? Ég er hræddur um að Keflavík ætti ekki mikla möguleika.Sindri Kristjánsson, Akureyri, 22 áraNú ert þú Guðjón sennilega manna fróðastur um samskipti knattspyrnustjóra á Englandi. Maður heyrir oft í í fréttum að stjórarnir séu að skjóta á hvorn annan og oft myndast jafnvel rígur á milli þeirra (skv. fréttamiðlum). Hvernig er þessu háttað t.d. á leikdag? Hittast stjórar (og þá hugsanlega fleiri forsvarsmenn liða) fyrir og/eða eftir leiki? Menn hittast undantekningalaust eftir leiki, en ekki alltaf fyrir þá. Menn öskra og láta öllum illum látum við hliðarlínuna en það er búið strax eftir leik. Ég hef þó tekið nokkra á teppið, og sagði meðal annars við einn að hann væri svo ljótur að það ætti að banna hann á almannafæri! Hann kom samt eftir leikinn og fékk sér drykk.Steinar Júlíusson, Reykjavík, 25 áraHvað eiga þjálfarar í íslensku deildinni að leggja áherslu á öðru fremur í þjálfun sinni til að auka gæði íslenskrar knattspyrnu og ennfremur auka möguleika þessara liða að komast lengra í Evrópukeppnum? Það væri hægt að skrifa BA ritgerð um þetta mál! En hugsanlega fyrst og fremst að vinna mikið í tækniatriðunum og auka leikskilninginn. Maður sér oft góða leikmenn sem hafa ekki hugmynd um hvar þeir eiga að vera eða gera.Hrefna Halldórsdóttir, Manchester, 50 áraHvað er þú með í forgjöf? Ég er að lækka. Það fer eftir veðri og vindum og hvernig skapi ég er í. Ég er í kringum 18 eða 19 í forgjöf.Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Reykjavík, 20 áraHver teluru vera bestu leikmannakaup þín á þínum þjálfaraferli ? Þegar ég fékk Sergey Staniuk til Stoke.Karl Rafnsson, Reykjavík, 52 áraÞú reyndir að fá Rúnar Kristinsson til Stoke á sínum tíma. Var það röng ákvörðun hjá Rúnari að koma ekki til Stoke á þeim tíma - hefur þú trú á að hann hefði getað skapað sér nafn í enska boltanum? Rúnar hefði getað gert það já. Ég vann með Rúnari í landsliðinu og hjá KR, þar sem við áttum mjög gott samstarf. Ég hafði gaman að því að vinna með honum. Hann er drengur góður og frábær leikmaður.Oddur Ævar, Reykjavík, 13 áraHefuru einhvern tímann spilað Manager leiki? Nei, það hef ég aldrei gert. Það er svo gríðarlega langt frá raunveruleikanum sem maður lifir í en ég hef séð strákana leika sér eitthvað í þessu. Ef ég hef lausan tíma þá færi ég frekar í golf en að hanga í þessu í tölvunni.Mundi, Reykjavík, 27 áraNú eru eigandaskipti yfirvofandi hjá Stoke City og lítur út fyrir að Peter Coates taki félagið yfir. Værir þú tilbúinn að starfa aftur fyrir félagið í ljósi breytinganna eftir að hafa verið rekinn frá því eftir að hafa náð frábærum árangri með liðinu eða skipta þessar breytingar ekki máli? Takk fyrir og vonandi tekst ykkur í Notts County að halda ykkur uppi! Ég væri alveg til í að vinna með Peter Coates. Ég átti fínt samstarf með honum á sínum tíma og væri tilbúinn að vinna fyrir hann aftur.Ásdís Ólafsdóttir, Reykjavík, 25 áraÁttu þér uppáhalds James Bond mynd eða uppáhalds leikara sem Bond? Ég er Bond aðdáandi í mér. Sean Connery var alltaf flottur og myndirnar eru margar góðar en engin sérstök er í uppáhaldi.Ari Ólafsson, Reykjavík, 20 áraDerrick eða Matlock? Ég er ekki mikill seríukall. Ég horfi reyndar á 24 og tek það á DVD, fjóra þætti í einu, en hvorugur þessara þátta eiga upp á pallborðið hjá mér.Baldur Kristinsson, Reykjavík, 38 áraFinnst þér ekki Guðjón, minnkandi möguleikar á því að við Íslendingar komumst í stórkeppni einsog HM? Nei ég held ekki. Ég held að landsliðið í dag sé ágætlega skipað og ef eitthvað er, þá er hann sterkari og reyndari en hópurinn sem ég hafði á sínum tíma. Ef menn standa saman er hægt að fara með liðið á stórmót. Guðmundur Orri Arnarson, Reykjavík (Akranes), 23 áraNú vita allir að þú ert einn umtalaðasti þjálfari Íslandssögunnar, og ertu þar fyrir mína parta sá einn sá umtalaðasti og lang besti þjálfarinn sem Ísland hefur gefið af sér. Þannig ég spyr hvernig er að vera „Besti" þjálfari sem við Íslendingarnir höfum átt og hvenær munt þú stýra Skagaliðinu Aftur? (Samt myndi ég ekki vilja missa Óla Þórðar) Ég veit nú ekki hvort ég sé sá besti, ég hef verið farsæll og heppinn að fá að vinna með góðu fólki. Það er aldrei að vita hvort ég komi aftur á Skagann, ég hef góðar tilfinningar til ÍA, það gæti gerst að ég komi þangað fyrr en síðar.Jónas, Reykjavik, 32 áraEr munur á íslenskum leikmönnum og erlendum hvað aga varðar? Flestir íslensku leikmannanna eru mjög agaðir og góðir atvinnumenn. Það eina sem hætt er við þegar menn ætla að vera stórir fiskar í lítilli tjörn á Íslandi og missa fótana.Halldór Brynjar, Reykjavík, 22 áraNú er oft stirt á milli knattspyrnuþjálfara, átt þú einhvern sérstakan „óvin"? Engan óvin kannski, en þeir eru nokkrir sem eru svolítið leiðinlegir. En ég lít ekki á þá sem óvini mina, þetta eru bara stjórar sem eru svolítið skrýtnir. Þó svo að margt fljúgi á milli manna er það fljótt gleymt og grafið.Ásdís Erla Valdórsdóttir, Hafnarfjörður, 29 áraEf þér og Gunnari hefði ekki lent saman hjá Stoke og þú hefðir verið áfram við stjórnvölinn en hann ekki, telur þú að Stoke væri í dag úrvalsdeildarfélag? Já, ég er sannfærður um að ég hefði klárað það verk. Ég væri líklega að koma liðinu upp núna, samhliða Reading, það hefði sennilega tekið þrjú ár.Ólafur Gauti Ólafsson, Reykjavík, 21 ársNú ertu þekktur fyrir mjög stórt skap, hefur það bitnað á þér eða hefur það hjálpað þér eitthvað í hinum harða heimi knattspyrnunnar? Ég er skapmaður, en það er mér oftar en ekki kraftur og eldsneyti. Það hefur því hjálpað mér frekar en hitt, en þessi heimur er ekki fyrir skaplausa.Tara Ösp Halldórsdóttir, 16 áraÁttu einhver gæludýr? Nei, ég á engin gæludýr.Valtýr Breki, Hafnarfjörður, 14 áraAf hverju settirðu ekki Eið Smára Guðjohnsen inn á með föður sínum Arnóri þegar þú hafðir fyrst tækifæri til þess? Það var Logi Ólafsson sem hafði tækifæri til þess, en ekki ég. Hann skipti Eiði inná fyrir Arnór. Ef ég hefði verið við stjórnvölin hefði ég sett Eið inná til að spila með föður sínum, þó svo ekki nema bara til að hafa það út frá sögulegu sjónarmiði.Sölmundur Karl Pálsson, Akureyri, 22Hvernig er það að vera svona frægur á Íslandi? Má hver sem er koma og heilsa þér? Það er ótrúlegasta folk sem heilsar mér og spyr hvort það megi taka í hendina á mér, ég sé ekkert athugavert við það. Ég er bara venjulegur íslendingur og ekkert öðruvísi en annað folk.Hlynur Örn, Akureyri, 16 áraHver er skoðun þín á samkynhneigðum? Myndirðu leyfa samkynhneigðum manni að spila í þínu liði? Kynhneigð manna eða litarháttur skiptir mig engu máli. Mér er ekki kunnugt um að ég hafi þjálfað samkynhneigðan mann, en það skiptir mig ekki nokkru máli.Einar H Aðalbjörnsson, Keflavík, 48 áraNú ert þú að klára fyrsta ár þitt hjá klúbb sem er nánast gjaldþrota. Þú hefur ekki fengið neinn pening til leikmannakaupa. Þetta hefur í raun ekkert gengið. Er þetta samt mun betra en að þjálfa lið hér á klakanum? Það er spurning hvað er betra. Það hefði verið mjög þægilegt að vera heima á Íslandi og þjálfa en þessi brekka sem ég er í núna var óþekkt stærð fyrir mér þegar ég dembdi mér í þetta. Ég er að starfa í allt öðru umhverfi hér en heima. Það er alltaf matsatriði hvað fólki finnst gott og þægilegt. Sumir vilja kannskki bara ganga til vinnu og þurfa ekkert að beygja á sér bakið eða svitna, ég er ekki þannig. Ég vil þurfa að hafa fyrir hlutunum.
Innlendar Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Sjá meira