Brotalöm á rannsókninni 8. maí 2006 22:14 Verjandi Jónasar Garðarssonar gagnrýndi rannsókn sjóslysins í Héraðsdómi í dag og sagði vafa í málinu það mikinn að ekki væri hægt að dæma Jónas. Saksóknari telur hins vegar óhyggjandi sannanir fyrir því að Jónas hafi stýrt skemmtibátnum Hörpu þegar hann steytti á Skarfaskeri en tvennt lést í slysinu. Aðalmeðferð í máli Jónasar Garðarsson, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, lauk nú undir kvöldið. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari í málinu, sagði fullvíst að Jónas hafi verið við stýrið á bátnum þegar hann steytti á Skarfaskeri. Jónas bæri ábyrgð á ferðinni frá upphafi til enda. Hann sé bæði skipstjóri og eigandi bátsins og hafi áratuga reynslu af því að sigla. Saksóknari sagði framburð Jónasar afar ótrúverðugan og áverka og ummerki sýna annað. Framburð sonar Jónasar, þar sem hann staðsetti alla sem um borð voru eftir slysið, sagði saksóknari sýna að Matthildur gat ekki verið við stýrið. Jónas hafi gerst brotlegur þegar hann reyndi ekki að gera ráðstafanir til að koma þeim beint í land heldur að gera tilraun til þess að sigla inn í Snarfarahöfn. Hann hafi líka neitað að tala við Neyðarlínuna til að byrja með. Sigríður sagði Jónas hafa beitt meðvituðu gáleysi þar sem hann var ölvaður og gerði ekki það sem þurfti til að bjarga fólkinu. Krafist er 3 ára fangelsisvistar yfir Jónasi. Bótakröfur fjölskyldna þeirra tveggja sem létust í slysinu nema hátt í tuttugu milljónir króna. Eftir að saksóknari og lögfræðingar fjölskyldna þeirra látnu höfðu lokið máli sínu tók Kristján Stefánsson, verjandi Jónasar, við. Hann sagði skynsamlegan vafa í málinu það mikinn að ekki væri hægt að sakfella Jónas. Gagnrýnivert væri að ekki hefðu farið fram sjópróf líkt eins og krafist væri í siglingalögum. Gallar á rannsókninni væri líka margir og mjög óeðlilegt væri að meinafræðingur og sá sem stýrði vettvangsrannsókn lögreglu hefðu unnið saman með þeim hætti sem þeir gerðu. Þeirra rannsóknir ættu að vera að fullu aðskildar en starfsaðferðir þeirra hefðu ekki samræmst lögum. Jónas hefði líka átt að hafa talsmann við rannsóknina sem hann hafði ekki. Verjandinn sagði áverka Jónasar sýna að hann hafi ekki getað verið við stýrið þegar slysið varð. Ekki væri rétt að Jónas hafi stefnt bátnum inn í Snarfarahöfn heldur hafi hann ætlað inn í vík rétt hjá skerinu sem bátnum steytti á. Að þessu öllu samanlögðu væri ljóst að ákæruvaldið hefði ekki staðið sig og sýkna ætti Jónas. Niðurstöðu í málinu er að vænta innan þriggja vikna. Dómsmál Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Verjandi Jónasar Garðarssonar gagnrýndi rannsókn sjóslysins í Héraðsdómi í dag og sagði vafa í málinu það mikinn að ekki væri hægt að dæma Jónas. Saksóknari telur hins vegar óhyggjandi sannanir fyrir því að Jónas hafi stýrt skemmtibátnum Hörpu þegar hann steytti á Skarfaskeri en tvennt lést í slysinu. Aðalmeðferð í máli Jónasar Garðarsson, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, lauk nú undir kvöldið. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari í málinu, sagði fullvíst að Jónas hafi verið við stýrið á bátnum þegar hann steytti á Skarfaskeri. Jónas bæri ábyrgð á ferðinni frá upphafi til enda. Hann sé bæði skipstjóri og eigandi bátsins og hafi áratuga reynslu af því að sigla. Saksóknari sagði framburð Jónasar afar ótrúverðugan og áverka og ummerki sýna annað. Framburð sonar Jónasar, þar sem hann staðsetti alla sem um borð voru eftir slysið, sagði saksóknari sýna að Matthildur gat ekki verið við stýrið. Jónas hafi gerst brotlegur þegar hann reyndi ekki að gera ráðstafanir til að koma þeim beint í land heldur að gera tilraun til þess að sigla inn í Snarfarahöfn. Hann hafi líka neitað að tala við Neyðarlínuna til að byrja með. Sigríður sagði Jónas hafa beitt meðvituðu gáleysi þar sem hann var ölvaður og gerði ekki það sem þurfti til að bjarga fólkinu. Krafist er 3 ára fangelsisvistar yfir Jónasi. Bótakröfur fjölskyldna þeirra tveggja sem létust í slysinu nema hátt í tuttugu milljónir króna. Eftir að saksóknari og lögfræðingar fjölskyldna þeirra látnu höfðu lokið máli sínu tók Kristján Stefánsson, verjandi Jónasar, við. Hann sagði skynsamlegan vafa í málinu það mikinn að ekki væri hægt að sakfella Jónas. Gagnrýnivert væri að ekki hefðu farið fram sjópróf líkt eins og krafist væri í siglingalögum. Gallar á rannsókninni væri líka margir og mjög óeðlilegt væri að meinafræðingur og sá sem stýrði vettvangsrannsókn lögreglu hefðu unnið saman með þeim hætti sem þeir gerðu. Þeirra rannsóknir ættu að vera að fullu aðskildar en starfsaðferðir þeirra hefðu ekki samræmst lögum. Jónas hefði líka átt að hafa talsmann við rannsóknina sem hann hafði ekki. Verjandinn sagði áverka Jónasar sýna að hann hafi ekki getað verið við stýrið þegar slysið varð. Ekki væri rétt að Jónas hafi stefnt bátnum inn í Snarfarahöfn heldur hafi hann ætlað inn í vík rétt hjá skerinu sem bátnum steytti á. Að þessu öllu samanlögðu væri ljóst að ákæruvaldið hefði ekki staðið sig og sýkna ætti Jónas. Niðurstöðu í málinu er að vænta innan þriggja vikna.
Dómsmál Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira