Segir föður sinn hafa verið við stýri bátsins 8. maí 2006 19:12 Mynd/Valli Ellefu ára sonur Jónasar Garðarssonar, vitnaði í héraðsdómi í dag að faðir sinn hafi verið við stýrið skömmu eftir að bátur þeirra steytti á Skarfaskeri. Það sama sagði Matthildur Harðardóttir, sem lést í slysinu, í samtali við Neyðarlínuna. Jónas heldur því fram að Matthildur hafi verið við stýrið þegar skemmtibáturinn fórst en ákæruvaldið telur öll gögn benda til sektar Jónasar og krefst þriggja ára óskilorðsbundins fangelsisdóms yfir honum. Það var þrungið andrúmsloft í Héraðsdómi í dag þegar meðal annars voru spilaðar upptökur af samtölum við Neyðarlínuna, kvöldið örlagaríkja 10 september í fyrra þegar bátur Jónasar fórst. Ættingjar þeirra Matthildar Harðardóttur og Friðriks Hermannssonar sem létust í sjóslysinu sátu í réttarsal og hlýddu meðal annars á rödd Matthildar sem hringdi fyrst í Neyðarlínuna og tilkynnti um slysið. Hver er að stýra? spyr neyðarlínan og Matthildur svarar: Jónas Garðarsson - Hún reynir ítrekað, að beiðni neyðarlínunnar að fá Jónas í símann. Á þeirri stund situr báturinn enn á Skarfaskeri en sjór flæðir inn. Í dómssal eru einnig spiluð upptaka af símtölum eiginkonu Jónasar, Hörpu Helgadóttur þar sem hún biður grátandi um aðstoð: "Við erum að sökkva - við erum að deyja" - segir hún ítrekað". Í skýrslutöku sagði Harpa að maðurinn sinn hafi verið við stýrið þegar báturinn steytti á skerinu en þann framburð dró hún til baka og sagðist ekki muna hver stýrði. Jónas heldur því fram að hin látna, Matthildur hafi verið við stýrið. Í héraðsdómi í dag var spiluð upptaka af vitnisburði ellefur ára sonar Jónasar og Hörpu en hann var sofandi í lúkarnum þegar báturinn steytti á skerinu. Hann skýrði yfirvegað frá atburðum og sagðist hafa raknað við og hafi Friðrik þá legið ofan á fótum sér. Hann hafi ekki andað og verið látinn. Drengurinn greindi frá því að hann hafi losað sig og farið upp. Aðspurður um hvar fólkið var sagði hann að pabbi hafi verið við stýrið - staðið hjá stýrinu. Drengurinn staðsetti einnig Matthildi og móður sína á mynd sem ekki sást í Hérðaðsdómi en að sögn saksóknara var Matthildur á bekk á bak við stýrisbekkinn og Harpa við borðið. Harpa rifbrotnaði illa og er því haldið fram að það hafi verið við höggið fram á borðið. Matthildur var óbrotin og telur ákæruvaldið það sanna að hún hafi setið þannig að stýrisbekkurinn hafi varið hana. Á baki stýrisbekksins var kertavax - það sama sem einnig fannst á ermi Matthildar. Sonur Jónasar bar að Matthildur hafi hringt á Neyðarlínuna og farið niður að huga að Friðriki manni sínum. Minni drengsins brestur eftir það - en ljóst að bátnum hvolfir. Hörpu og drengnum tekst að komast á kjölinn - Jónas hangir í bátnum hálfur í sjó. Drengurinn sagðist hafa séð Matthildi fljótandi á grúfu í sjónum. Drengurinn var spurður hvort hann vissi hver hefði stýrt bátnum á meðan hann var sofandi og sagðist hann ekki vita það. Hann sagði þó að pabbi sinn hefði alltaf stýrt bátnum þegar farið var í siglingu og hann hefði stýrt bátnum áður en drengurinn sofnaði. Saksóknari telur sannað af læknisframburði, vitnisburði drengsins og aðstæðum að Jónas hafi verið við stýrið þegar skipið steytti á skeri þrátt fyrir að hann neiti því staðfastlega. Ákæruvaldið krafðist nú rétt fyrir fréttir þriggja ára fangelsisdóms yfir Jónasi og aðstandendur hinna látnu krefjast 20 milljóna í bætur. Málflutningur verjanda Jónasar hófst fyrir hálfri klukkustund og stendur að líkindum enn. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Ellefu ára sonur Jónasar Garðarssonar, vitnaði í héraðsdómi í dag að faðir sinn hafi verið við stýrið skömmu eftir að bátur þeirra steytti á Skarfaskeri. Það sama sagði Matthildur Harðardóttir, sem lést í slysinu, í samtali við Neyðarlínuna. Jónas heldur því fram að Matthildur hafi verið við stýrið þegar skemmtibáturinn fórst en ákæruvaldið telur öll gögn benda til sektar Jónasar og krefst þriggja ára óskilorðsbundins fangelsisdóms yfir honum. Það var þrungið andrúmsloft í Héraðsdómi í dag þegar meðal annars voru spilaðar upptökur af samtölum við Neyðarlínuna, kvöldið örlagaríkja 10 september í fyrra þegar bátur Jónasar fórst. Ættingjar þeirra Matthildar Harðardóttur og Friðriks Hermannssonar sem létust í sjóslysinu sátu í réttarsal og hlýddu meðal annars á rödd Matthildar sem hringdi fyrst í Neyðarlínuna og tilkynnti um slysið. Hver er að stýra? spyr neyðarlínan og Matthildur svarar: Jónas Garðarsson - Hún reynir ítrekað, að beiðni neyðarlínunnar að fá Jónas í símann. Á þeirri stund situr báturinn enn á Skarfaskeri en sjór flæðir inn. Í dómssal eru einnig spiluð upptaka af símtölum eiginkonu Jónasar, Hörpu Helgadóttur þar sem hún biður grátandi um aðstoð: "Við erum að sökkva - við erum að deyja" - segir hún ítrekað". Í skýrslutöku sagði Harpa að maðurinn sinn hafi verið við stýrið þegar báturinn steytti á skerinu en þann framburð dró hún til baka og sagðist ekki muna hver stýrði. Jónas heldur því fram að hin látna, Matthildur hafi verið við stýrið. Í héraðsdómi í dag var spiluð upptaka af vitnisburði ellefur ára sonar Jónasar og Hörpu en hann var sofandi í lúkarnum þegar báturinn steytti á skerinu. Hann skýrði yfirvegað frá atburðum og sagðist hafa raknað við og hafi Friðrik þá legið ofan á fótum sér. Hann hafi ekki andað og verið látinn. Drengurinn greindi frá því að hann hafi losað sig og farið upp. Aðspurður um hvar fólkið var sagði hann að pabbi hafi verið við stýrið - staðið hjá stýrinu. Drengurinn staðsetti einnig Matthildi og móður sína á mynd sem ekki sást í Hérðaðsdómi en að sögn saksóknara var Matthildur á bekk á bak við stýrisbekkinn og Harpa við borðið. Harpa rifbrotnaði illa og er því haldið fram að það hafi verið við höggið fram á borðið. Matthildur var óbrotin og telur ákæruvaldið það sanna að hún hafi setið þannig að stýrisbekkurinn hafi varið hana. Á baki stýrisbekksins var kertavax - það sama sem einnig fannst á ermi Matthildar. Sonur Jónasar bar að Matthildur hafi hringt á Neyðarlínuna og farið niður að huga að Friðriki manni sínum. Minni drengsins brestur eftir það - en ljóst að bátnum hvolfir. Hörpu og drengnum tekst að komast á kjölinn - Jónas hangir í bátnum hálfur í sjó. Drengurinn sagðist hafa séð Matthildi fljótandi á grúfu í sjónum. Drengurinn var spurður hvort hann vissi hver hefði stýrt bátnum á meðan hann var sofandi og sagðist hann ekki vita það. Hann sagði þó að pabbi sinn hefði alltaf stýrt bátnum þegar farið var í siglingu og hann hefði stýrt bátnum áður en drengurinn sofnaði. Saksóknari telur sannað af læknisframburði, vitnisburði drengsins og aðstæðum að Jónas hafi verið við stýrið þegar skipið steytti á skeri þrátt fyrir að hann neiti því staðfastlega. Ákæruvaldið krafðist nú rétt fyrir fréttir þriggja ára fangelsisdóms yfir Jónasi og aðstandendur hinna látnu krefjast 20 milljóna í bætur. Málflutningur verjanda Jónasar hófst fyrir hálfri klukkustund og stendur að líkindum enn.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira