Sakar stjórnarandstöðu um verðbólguna 4. maí 2006 15:06 Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarliða um að flýja af hólmi fyrir sveitarstjórnarkosningar og forðast að ræða efnahagsmál. Þingmaður Framsóknarflokksins svaraði með því að segja að stjórnarandstaðan hefði talað upp verðbólguna.Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, hóf umræðuna og gagnrýndi að forsætisráðherra hefði ekki fengist utandagskrárumræðu um efnahagsmálin. Hann sagði stjórnina hafa lagt á flótta undan umræðu um frammistöðu sína með því að fresta þingfundum. Það sagði hann að væri gert vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.Steingrímur sagði það ekki passa við dýran kosningaáróður stjórnarflokkanna og þá ímynd sem þeir létu auglýsingastofur hanna fyrir sig að fjallað væri um frammistöðu þeirra.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var engu sáttari. Hann átaldi stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að ekki yrðu eldhúsdagsumræður í kvöld eins og hafði verið stefnt að. "Hvílík framkoma."Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, minnti menn á jákvæða umsögn bandaríska hagfræðingsins Roberts Mishkins um íslenskt efnahagslíf. Hann bætti við að Miskhin hefði sagt að það væri hægt að upp verðbólguna og velti því fyrir sér hvort allt tal stjórnarandstöðunnar um slæmt efnahagsástand væri ekki farið að skila sér í aukinni verðbólgu.Þetta þótti Margréti Frímannsdóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, ómaklegt. Henni fannst þó sem þetta skilningsleysi stjórnarþingmanna á efnahagsmálum kynni að skýra hvers vegna staða efnahagsmála væri jafn slæmt og raun bæri vitni.Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðaði sig á því hversu miklu stjórnarandstæðingar vildu ráða um hvaða mál væru tekin fyrir og hver ekki. Hann sagði það merkilegt að þegar stjórnarandstæðingar vildu ráða hvaða mál væru tekin á dagskrá kölluðu þeir það samstarfsvilja. Þegar stjórnarliðar vildu hafa eitthvað um það að segja kölluðu stjórnarandstæðingar það hins vegar frekju. Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarliða um að flýja af hólmi fyrir sveitarstjórnarkosningar og forðast að ræða efnahagsmál. Þingmaður Framsóknarflokksins svaraði með því að segja að stjórnarandstaðan hefði talað upp verðbólguna.Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, hóf umræðuna og gagnrýndi að forsætisráðherra hefði ekki fengist utandagskrárumræðu um efnahagsmálin. Hann sagði stjórnina hafa lagt á flótta undan umræðu um frammistöðu sína með því að fresta þingfundum. Það sagði hann að væri gert vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.Steingrímur sagði það ekki passa við dýran kosningaáróður stjórnarflokkanna og þá ímynd sem þeir létu auglýsingastofur hanna fyrir sig að fjallað væri um frammistöðu þeirra.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var engu sáttari. Hann átaldi stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að ekki yrðu eldhúsdagsumræður í kvöld eins og hafði verið stefnt að. "Hvílík framkoma."Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, minnti menn á jákvæða umsögn bandaríska hagfræðingsins Roberts Mishkins um íslenskt efnahagslíf. Hann bætti við að Miskhin hefði sagt að það væri hægt að upp verðbólguna og velti því fyrir sér hvort allt tal stjórnarandstöðunnar um slæmt efnahagsástand væri ekki farið að skila sér í aukinni verðbólgu.Þetta þótti Margréti Frímannsdóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, ómaklegt. Henni fannst þó sem þetta skilningsleysi stjórnarþingmanna á efnahagsmálum kynni að skýra hvers vegna staða efnahagsmála væri jafn slæmt og raun bæri vitni.Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðaði sig á því hversu miklu stjórnarandstæðingar vildu ráða um hvaða mál væru tekin fyrir og hver ekki. Hann sagði það merkilegt að þegar stjórnarandstæðingar vildu ráða hvaða mál væru tekin á dagskrá kölluðu þeir það samstarfsvilja. Þegar stjórnarliðar vildu hafa eitthvað um það að segja kölluðu stjórnarandstæðingar það hins vegar frekju.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira