Innlent

1,5 milljarða tap hjá DeCode

MYND/Vísir

DeCode Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði andvirði rúmra 1.500 milljóna króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í þriggja mánaða uppgjöri fyrirtækisins til Nasdaq-markaðarins í New York. Tapið er öllu meira en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs, þá nam tapið 1.260 milljónum króna. Tekjur fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi aukast þó lítillega milli ára. Þær voru rúmar 700 milljónir króna í fyrra en 750 milljónir króna í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×