Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa 26. apríl 2006 22:24 Ari Edwald, forstjóri 365. Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa eru orðin sem forstjóri 365 miðla notar um þá fyrirætlan ráðamanna að koma fjölmiðlafrumvarpinu og frumvarpinu um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins í gegn fyrir þinglok.Forstjóri 365 miðla, sem rekur meðal annars Vísi.is, og framkvæmdastjóri Skjás eins voru gestir Ingu Lindar Karlsdóttur og Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag."Þetta frumvarp er um 365, eða Dagsbrún ef þú vilt. Það er eiginlega ekki um neitt annað," sagði Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.Ari sagði aðeins tvö fjölmiðlafyrirtæki, Ríkisútvarpið og 365, yfir mörkunum þar sem takmarkanir á eignarhaldi verða virkar. "Og annað af þeim er tekið út úr í frumvarpinu og sett á sérstök undanþáguákvæði, þannig að þá stendur bara eftir eitt fyrirtæki.""Í mínum huga er það alveg ljóst að hvorugt þessara frumvarpa, sem eru samtvinnuð, stenst EES-samninginn og ég hef enga trú á því að þetta brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar (sem fjölmiðlafrumvarpið felur í sér) fái staðist," sagði Ari og bætti við. "Þannig að mér finnst þetta vera gríðarlegt ofbeldi og vitleysa að troða þessum frumvörpum fram með þessu offorsi sem nú er í gangi."Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Skjás eins, sagði að hann væri ekki sáttur við allt í frumvarpinu en undraðist hörð viðbrögð forstjóra 365 við því. "Ég skil ekki þetta moldviðri í raun. Það var vitað að hverju var gengið þegar var farið í að endursemja þetta frumvarp. Og eins þessi 25 prósenta regla, eða hugmynd að reglu. Hún er komin frá aðaleiganda þessa fyrirtækis, ekki satt? Það var Jón Ásgeir (Jóhannesson) sem stakk upp á þessu, að 25 prósent væri kannski hæfileg tala." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa eru orðin sem forstjóri 365 miðla notar um þá fyrirætlan ráðamanna að koma fjölmiðlafrumvarpinu og frumvarpinu um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins í gegn fyrir þinglok.Forstjóri 365 miðla, sem rekur meðal annars Vísi.is, og framkvæmdastjóri Skjás eins voru gestir Ingu Lindar Karlsdóttur og Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag."Þetta frumvarp er um 365, eða Dagsbrún ef þú vilt. Það er eiginlega ekki um neitt annað," sagði Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.Ari sagði aðeins tvö fjölmiðlafyrirtæki, Ríkisútvarpið og 365, yfir mörkunum þar sem takmarkanir á eignarhaldi verða virkar. "Og annað af þeim er tekið út úr í frumvarpinu og sett á sérstök undanþáguákvæði, þannig að þá stendur bara eftir eitt fyrirtæki.""Í mínum huga er það alveg ljóst að hvorugt þessara frumvarpa, sem eru samtvinnuð, stenst EES-samninginn og ég hef enga trú á því að þetta brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar (sem fjölmiðlafrumvarpið felur í sér) fái staðist," sagði Ari og bætti við. "Þannig að mér finnst þetta vera gríðarlegt ofbeldi og vitleysa að troða þessum frumvörpum fram með þessu offorsi sem nú er í gangi."Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Skjás eins, sagði að hann væri ekki sáttur við allt í frumvarpinu en undraðist hörð viðbrögð forstjóra 365 við því. "Ég skil ekki þetta moldviðri í raun. Það var vitað að hverju var gengið þegar var farið í að endursemja þetta frumvarp. Og eins þessi 25 prósenta regla, eða hugmynd að reglu. Hún er komin frá aðaleiganda þessa fyrirtækis, ekki satt? Það var Jón Ásgeir (Jóhannesson) sem stakk upp á þessu, að 25 prósent væri kannski hæfileg tala."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira