Íslandsmótið í kraftlyftingum fer fram í Garðaskóla í Garðabæ klukkan 13 á morgun þar sem allir hörðustu kratlyftingamenn landsins munu leiða saman hesta sína. Á meðal keppenda má nefna sjálfan Auðunn Jónsson sem gerði heldur betur gott mót í fyrra þegar hann setti Íslandsmet í hnébeygju, bekkpressu og samanlögðu í þyngsta flokknum.
