Mál Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Héraðsdómur frestaði málinu þar sem enn er beðið endurupptöku málsins í Bretlandi.
Málaferlin hófust í Englandi síðastliðið sumar þegar Jón Ólafsson fór í mál við Hannes Hólmstein Gissurarson vegna meiðyrða sem birt voru á heimasíðu Hannesar. Hannes var dæmdur til að greiða Jóni 11 milljónir í fjársektir vegna ummælanna. Það komst svo í hámæli síðast liðið haust þegar fjárnám var gert í eigum Hannesar til tryggingar á greiðslu sektarinnar.
Samkvæmt hinum svokölluðu Lúganó-samningum er meginreglan sú að lögsækja skuli menn í þeim löndum sem þeir eru búsettir í. Undantekning þeirrar reglu er sú að höfða megi mál í því landi sem tjónið varð. Þess vegna hófust málaferlin í Englandi. Þá kaus Hannes að verja sig ekki.Hannes er kominn með lögmenn í Bretlandi og þeir bíða þess hvort málið verður tekið upp að nýju. Það er því ljóst að einhver bið er á að endanleg niðurstaða fáist í málið