Tjöldin fallin í tóbaksversluninni Björk 7. apríl 2006 22:30 Tjöldin eru fallin í tóbaksversluninni Björk í Bankastræti eftir að Hæstiréttur komst að því að eiganda verslunarinnar sé heimilt að hafa tóbaksvörur sínar sýnilegar í versluninni. Eigandinn fagnar úrskurðinum og það gera fastakúnnar hans líka. Sölva Óskarssyni, eiganda tóbaksverslunarinnar, var árið 2002 gert að hylja þær vörur sem hann seldi með tjöldum í samræmi við ný tóbaksvarnarlög. Tóbak og vörumerki tóbaks mátti sem sagt ekki vera sýnilegt viðskiptavinum. Þessu undi Sölvi ekki sótti rétt sinn fyrir dómstólum ásamt tveimur tóbaksfyrirtækjum, en þess var meðal annars krafist að Sölvi fengi að hafa vörur sínar sýnilegar. Á það féllst Hæstiréttur í gær klukkan fjögur og um hálftíma síðar voru tjöldin rifin niður. Í dómi Hæstaréttar segir að með algjöru banni við að sýna tóbak á sölustöðum hafi löggjafinn brotið gegn tjáningar- og atvinnufrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar enda hafi löggjafinn ekki sýnt fram á nauðsyn þess að láta bannið ná til tóbaksverslana. Sölvi er hinn kátasti með niðurstöðuna og segir hana ekki hafa komið sér á óvart. Hann segist hafa treyst lögmanni sínum, Hróbjarti Jónatanssyni, vel fyrir verkinu og hann hafi skilað því vel. Aðspurður segir Sölvi að eftir eigi að reikna út af hversu miklum viðskiptum hann hafi orðið vegna sýningarbannsins. Fjölmiðlar geti kannski spurt markaðsfræðinga hver áhrifin séu af því að hafa vöru sem maður ætli að selja ekki til sýnis. Sölvi hefur rekið verslunina síðastliðið 21 ár. Ljóst er að fleiri fagna úrskurði Hæstaréttar því Sölva hafa í gær og dag borist fjölmargar stuðningskveðjur. Hann segir fastakúnna hafa komið og glaðst með honum og þá hafi hann fengið heillaóskaskeyti og blómvendi senda. Nú geti viðskiptavinir hans séð þá vöru sem í boði sé í stað þess að hún sé falin á bak við tjald. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Tjöldin eru fallin í tóbaksversluninni Björk í Bankastræti eftir að Hæstiréttur komst að því að eiganda verslunarinnar sé heimilt að hafa tóbaksvörur sínar sýnilegar í versluninni. Eigandinn fagnar úrskurðinum og það gera fastakúnnar hans líka. Sölva Óskarssyni, eiganda tóbaksverslunarinnar, var árið 2002 gert að hylja þær vörur sem hann seldi með tjöldum í samræmi við ný tóbaksvarnarlög. Tóbak og vörumerki tóbaks mátti sem sagt ekki vera sýnilegt viðskiptavinum. Þessu undi Sölvi ekki sótti rétt sinn fyrir dómstólum ásamt tveimur tóbaksfyrirtækjum, en þess var meðal annars krafist að Sölvi fengi að hafa vörur sínar sýnilegar. Á það féllst Hæstiréttur í gær klukkan fjögur og um hálftíma síðar voru tjöldin rifin niður. Í dómi Hæstaréttar segir að með algjöru banni við að sýna tóbak á sölustöðum hafi löggjafinn brotið gegn tjáningar- og atvinnufrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar enda hafi löggjafinn ekki sýnt fram á nauðsyn þess að láta bannið ná til tóbaksverslana. Sölvi er hinn kátasti með niðurstöðuna og segir hana ekki hafa komið sér á óvart. Hann segist hafa treyst lögmanni sínum, Hróbjarti Jónatanssyni, vel fyrir verkinu og hann hafi skilað því vel. Aðspurður segir Sölvi að eftir eigi að reikna út af hversu miklum viðskiptum hann hafi orðið vegna sýningarbannsins. Fjölmiðlar geti kannski spurt markaðsfræðinga hver áhrifin séu af því að hafa vöru sem maður ætli að selja ekki til sýnis. Sölvi hefur rekið verslunina síðastliðið 21 ár. Ljóst er að fleiri fagna úrskurði Hæstaréttar því Sölva hafa í gær og dag borist fjölmargar stuðningskveðjur. Hann segir fastakúnna hafa komið og glaðst með honum og þá hafi hann fengið heillaóskaskeyti og blómvendi senda. Nú geti viðskiptavinir hans séð þá vöru sem í boði sé í stað þess að hún sé falin á bak við tjald.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira