Tjöldin fallin í tóbaksversluninni Björk 7. apríl 2006 22:30 Tjöldin eru fallin í tóbaksversluninni Björk í Bankastræti eftir að Hæstiréttur komst að því að eiganda verslunarinnar sé heimilt að hafa tóbaksvörur sínar sýnilegar í versluninni. Eigandinn fagnar úrskurðinum og það gera fastakúnnar hans líka. Sölva Óskarssyni, eiganda tóbaksverslunarinnar, var árið 2002 gert að hylja þær vörur sem hann seldi með tjöldum í samræmi við ný tóbaksvarnarlög. Tóbak og vörumerki tóbaks mátti sem sagt ekki vera sýnilegt viðskiptavinum. Þessu undi Sölvi ekki sótti rétt sinn fyrir dómstólum ásamt tveimur tóbaksfyrirtækjum, en þess var meðal annars krafist að Sölvi fengi að hafa vörur sínar sýnilegar. Á það féllst Hæstiréttur í gær klukkan fjögur og um hálftíma síðar voru tjöldin rifin niður. Í dómi Hæstaréttar segir að með algjöru banni við að sýna tóbak á sölustöðum hafi löggjafinn brotið gegn tjáningar- og atvinnufrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar enda hafi löggjafinn ekki sýnt fram á nauðsyn þess að láta bannið ná til tóbaksverslana. Sölvi er hinn kátasti með niðurstöðuna og segir hana ekki hafa komið sér á óvart. Hann segist hafa treyst lögmanni sínum, Hróbjarti Jónatanssyni, vel fyrir verkinu og hann hafi skilað því vel. Aðspurður segir Sölvi að eftir eigi að reikna út af hversu miklum viðskiptum hann hafi orðið vegna sýningarbannsins. Fjölmiðlar geti kannski spurt markaðsfræðinga hver áhrifin séu af því að hafa vöru sem maður ætli að selja ekki til sýnis. Sölvi hefur rekið verslunina síðastliðið 21 ár. Ljóst er að fleiri fagna úrskurði Hæstaréttar því Sölva hafa í gær og dag borist fjölmargar stuðningskveðjur. Hann segir fastakúnna hafa komið og glaðst með honum og þá hafi hann fengið heillaóskaskeyti og blómvendi senda. Nú geti viðskiptavinir hans séð þá vöru sem í boði sé í stað þess að hún sé falin á bak við tjald. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Tjöldin eru fallin í tóbaksversluninni Björk í Bankastræti eftir að Hæstiréttur komst að því að eiganda verslunarinnar sé heimilt að hafa tóbaksvörur sínar sýnilegar í versluninni. Eigandinn fagnar úrskurðinum og það gera fastakúnnar hans líka. Sölva Óskarssyni, eiganda tóbaksverslunarinnar, var árið 2002 gert að hylja þær vörur sem hann seldi með tjöldum í samræmi við ný tóbaksvarnarlög. Tóbak og vörumerki tóbaks mátti sem sagt ekki vera sýnilegt viðskiptavinum. Þessu undi Sölvi ekki sótti rétt sinn fyrir dómstólum ásamt tveimur tóbaksfyrirtækjum, en þess var meðal annars krafist að Sölvi fengi að hafa vörur sínar sýnilegar. Á það féllst Hæstiréttur í gær klukkan fjögur og um hálftíma síðar voru tjöldin rifin niður. Í dómi Hæstaréttar segir að með algjöru banni við að sýna tóbak á sölustöðum hafi löggjafinn brotið gegn tjáningar- og atvinnufrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar enda hafi löggjafinn ekki sýnt fram á nauðsyn þess að láta bannið ná til tóbaksverslana. Sölvi er hinn kátasti með niðurstöðuna og segir hana ekki hafa komið sér á óvart. Hann segist hafa treyst lögmanni sínum, Hróbjarti Jónatanssyni, vel fyrir verkinu og hann hafi skilað því vel. Aðspurður segir Sölvi að eftir eigi að reikna út af hversu miklum viðskiptum hann hafi orðið vegna sýningarbannsins. Fjölmiðlar geti kannski spurt markaðsfræðinga hver áhrifin séu af því að hafa vöru sem maður ætli að selja ekki til sýnis. Sölvi hefur rekið verslunina síðastliðið 21 ár. Ljóst er að fleiri fagna úrskurði Hæstaréttar því Sölva hafa í gær og dag borist fjölmargar stuðningskveðjur. Hann segir fastakúnna hafa komið og glaðst með honum og þá hafi hann fengið heillaóskaskeyti og blómvendi senda. Nú geti viðskiptavinir hans séð þá vöru sem í boði sé í stað þess að hún sé falin á bak við tjald.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent