Innlent

Vísaði kröfu Símans frá dómi

Héraðsdómur Reykavíkur.
Héraðsdómur Reykavíkur. MYND/Valli

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Símans um staðfestingu lögbanns á því að Helgi Steinar Hermannsson ynni fyrir 365 miðla, sem reka meðal annars NFS. Lögbannið lagði Sýslumaðurinn í Reykjavík á Helga Steinar eftir að hann réði sig til starfa hjá 365 en hann vann áður hjá Skjá einum.

Dómarinn sagði að þar sem Síminn hefði tekið yfir málið þegar hann keypti Íslenska sjónvarpsfélagið hefði fallið niður samningsákvæði Helga Steinars um að hann mætti ekki ráða sig til keppinautar Skjás eins. Kröfu Símans um að dómurinn kvæði upp úr að Helgi Steinar mætti ekki hagnýta sér atvinnuleyndarmál eða trúnaðarupplýsingar í eigu stefnanda var vísað frá dómi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×