Innlent

Krónan veiktist um rúm 2% í dag

MYND/Vísir

Gengi íslensku krónunnar veiktist um rúm 2% í dag og hefur því veikst um 6,4% á síðustu tveimur dögum. Titringinn á gjaldeyrismarkaði má rekja til skýrslu matsfyrirtækisins Fitch sem birt var í gær.

Fram kemur í hálf fimm fréttum KB-banka svo virðist sem upplýsingarnar sem þar komu fram séu nú að mestu komnar inn í gengi krónunnar. En krónan hafi náð ákveðnu jafnvægi seinni part dags eftir að hafa lækkað um tæp 5% í kringum hádegi. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hélt áfram að lækka í dag og lækkaði um tæp 2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×