Middlesbrough munu ekki standa í vegi fyrir Steve McClaren stjóra liðsins verði honum boðið að taka við enska landsliðinu. McClaren er talinn líklegur artaki Sven Göran Eriksson sem hættir með landsliðið eftir HM í sumar.
McClaren er í þjálfarateymi landsliðsins og þekkir því starfshætti betur en margur auk þess sem hann er englendingur sem flestir í landinu telja mjög stóran kost.
"Ef landið þitt kallar á þig þá verðurðu að svara kallinu. Við myndum ekki standa í vegi fyrir Steve. Þetta veltur allt á Enska knattspyrnusambandinu," sagði Steve Gibson stjórnarformaður Boro.
Meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við stöðuna eru Stuart Pearce stjóri Manchester City, Alan Curbishley hjá Charlton auk Guus Hiddink.
Standa ekki í vegi fyrir McClaren
