Miðjumaðurinn Quinton Fortune hjá Manchester United er nú óðum að ná heilsu eftir löng og erfið hnémeiðsli og búist er við því að hann spili leik með varaliði félagsins á allra næstu vikum.
Fortune verður þó ekki klár í slaginn fyrir bikarslaginn gegn Liverpool á sunnudaginn, en félagar hans Edwin van der Sar, Ryan Giggs og Gary Neville ættu að verða klárir eftir að hafa átt við smávægileg meiðsli að stríða.