Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Trinidad og Tobago í London þann 28. febrúar næstkomandi, en þetta verður fyrsti landsleikur íslenska liðsins undir hans stjórn. Auk Ívars eru þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, Emil Hallfreðsson og Grétar Ólafur Hjartarson valdir í hóp Eyjólfs.
Eftirtaldir leikmenn skipa landsliðshópinn:
Markverðir:
Árni Gautur Arason, Vålerenga
Daði Lárusson, FH
Útileikmenn:
Hermann Hreiðarsson, Charlton
Brynjar Björn Gunnarsson, Reading
Arnar Þór Viðarsson, Twente
Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea
Heiðar Helguson, Fulham
Indriði Sigurðsson, Genk
Jóhannes Karl Guðjónsson, Leicester
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Ívar Ingimarsson, Reading
Stefán Gíslason, Lyn
Grétar Rafn Steinsson, Alkmaar
Kári Árnason, Djurgården
Hannes Þ. Sigurðsson, Stoke
Helgi Valur Daníelsson, Öster
Grétar Ólafur Hjartarson, KR
Emil Hallfreðsson, Malmö FF