Icelandair Group í Kauphöllina 10. febrúar 2006 13:46 MYND/Vísir Stjórn FL Group hefur ákveðið að óska eftir skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands og er undirbúningur skráningarinnar þegar hafinn. "Stefnt er að því að ljúka því ferli á fyrri hluta þessa árs," segir í tilkynningu félagsins, en stjórn FL Group vill koma Icelandair Group í dreifða eignaraðild og gefa almenningi og fagfjárfestum þannig kost á að eignast beint hlut í félögum tengdum flugrekstri. FL Group hefur tekið miklum breytingum á liðnum misserum og er nú fjárfestingarfélag sem er reiðubúið til að veita Icelandair Group áfram trausta kjölfestu. Kaupþing banki og Íslandsbanki verða umsjónaraðilar með útboðs- og skráningarferlinu. Stefnt er að því að frekari útfærsla á söluferlinu og skráningu Icelandair Group muni liggja fyrir á vormánuðum. Þá hefur stjórn FL Group ákveðið að setja Kynnisferðir og Bílaleigu Flugleiða í sölumeðferð en Ferðaskrifstofa Íslands var nýlega seld. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sér um sölu þessara félaga. Önnur félög innan FL Travel Group verða færð inn í Icelandair Group og FL Travel Group lagt niður í framhaldinu. Fyrirtækin Bláfugl, Flugflutingar og Fjárvakur verða einnig færð undir Icelandair Group sem mun enn frekar styrkja stöðu félagsins sem alhliða fyrirtækis á sviði alþjóða flug- og flutningastarfsemi. Þau félög sem munu mynda Icelandair Group eftir þessar breytingar eru: Icelandair, Icelandair Cargo, Loftleiðir Icelandic, Icelandair Technical Services (ITS), Icelandair Ground Services (IGS), Bláfugl, Flugflutningar, Fjárvakur, Flugfélag Íslands, Icelandair Hotels og Íslandsferðir. Jón Karl Þá var í dag tilkynnt um ráðningu Þorsteins Arnar Guðmundssonar sem framkvæmdastjóra yfir nýju sviði rekstrarstjórnunar (e. Operation Management) hjá FL Group. Þorsteinn Örn hefur á síðustu misserum gengt stöðu forstjóra FL Travel Group en hverfur nú aftur til starfa hjá FL Group. Nýja sviðinu er ætlað það hlutverk að sinna rekstrarstjórnun og eftir atvikum fylgja eftir umbreytingum í félögum sem FL Group fjárfestir í, þar sem starfað verður náið með stjórnendum félaganna. Jafnframt hefur verið ákveðið að Icelease, sem áður var sérstakt svið innan FL Group, verði gert að rekstrarfélagi í eigu FL Group. Halldór Vilhjálmsson verður áfram framkvæmdastjóri þessarar rekstrareiningar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Stjórn FL Group hefur ákveðið að óska eftir skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands og er undirbúningur skráningarinnar þegar hafinn. "Stefnt er að því að ljúka því ferli á fyrri hluta þessa árs," segir í tilkynningu félagsins, en stjórn FL Group vill koma Icelandair Group í dreifða eignaraðild og gefa almenningi og fagfjárfestum þannig kost á að eignast beint hlut í félögum tengdum flugrekstri. FL Group hefur tekið miklum breytingum á liðnum misserum og er nú fjárfestingarfélag sem er reiðubúið til að veita Icelandair Group áfram trausta kjölfestu. Kaupþing banki og Íslandsbanki verða umsjónaraðilar með útboðs- og skráningarferlinu. Stefnt er að því að frekari útfærsla á söluferlinu og skráningu Icelandair Group muni liggja fyrir á vormánuðum. Þá hefur stjórn FL Group ákveðið að setja Kynnisferðir og Bílaleigu Flugleiða í sölumeðferð en Ferðaskrifstofa Íslands var nýlega seld. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sér um sölu þessara félaga. Önnur félög innan FL Travel Group verða færð inn í Icelandair Group og FL Travel Group lagt niður í framhaldinu. Fyrirtækin Bláfugl, Flugflutingar og Fjárvakur verða einnig færð undir Icelandair Group sem mun enn frekar styrkja stöðu félagsins sem alhliða fyrirtækis á sviði alþjóða flug- og flutningastarfsemi. Þau félög sem munu mynda Icelandair Group eftir þessar breytingar eru: Icelandair, Icelandair Cargo, Loftleiðir Icelandic, Icelandair Technical Services (ITS), Icelandair Ground Services (IGS), Bláfugl, Flugflutningar, Fjárvakur, Flugfélag Íslands, Icelandair Hotels og Íslandsferðir. Jón Karl Þá var í dag tilkynnt um ráðningu Þorsteins Arnar Guðmundssonar sem framkvæmdastjóra yfir nýju sviði rekstrarstjórnunar (e. Operation Management) hjá FL Group. Þorsteinn Örn hefur á síðustu misserum gengt stöðu forstjóra FL Travel Group en hverfur nú aftur til starfa hjá FL Group. Nýja sviðinu er ætlað það hlutverk að sinna rekstrarstjórnun og eftir atvikum fylgja eftir umbreytingum í félögum sem FL Group fjárfestir í, þar sem starfað verður náið með stjórnendum félaganna. Jafnframt hefur verið ákveðið að Icelease, sem áður var sérstakt svið innan FL Group, verði gert að rekstrarfélagi í eigu FL Group. Halldór Vilhjálmsson verður áfram framkvæmdastjóri þessarar rekstrareiningar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira