Jóhannes Karl Guðjónsson segir í samtali við breska fjölmiðla í gær að hann ætli að berjast til síðasta manns með félögum sínum í 1. deildinni þó ljóst sé að hann muni fara frá félaginu í sumar þegar samningur hans rennur út.
"Ég hef virkilega notið þess að vera hjá Leicester City og ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa liðinu að halda sér í deildinni," sagði Jóhannes, en hann gengur sem kunnugt er til liðs við Grétar Rafn Steinsson og félaga í AZ Alkmaar í Hollandi.