Úrvalsdeildarliði Tottenham Hotspurs hefur lánað pólska landsliðsmanninn Grzegorz Rasiak til Southampton út leiktíðina með möguleika á að fyrstudeildarliðið kaupi hann á um 2 milljónir punda í sumar. Rasiak stóð sig vel í framlínu pólska landsliðsins í fyrra, en hefur verið skelfilegur í þeim leikjum sem hann hefur spilað með Lundúnaliðinu og verður hans því vart saknað þar á bæ.
Rasiak lánaður til Southampton

Mest lesið


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti

„Þetta er ekki búið“
Fótbolti




Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð
Enski boltinn


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn
