Innlent

Ríkið sýknað af bótakröfu

Útgerðarmaður smábáta krafðist skaðabóta vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna kvótasetningar smábáta.
Útgerðarmaður smábáta krafðist skaðabóta vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna kvótasetningar smábáta. MYND/Vilhelm

Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfu Óla Bjarna Ólasonar útgerðarmanns sem krafðist skaðabóta úr ríkissjóði vegna lagasetningar þar sem sóknardagakerfið var aflagt og kvóti settur á krókabáta.

Óli Bjarni hefur gert út nokkra báta og lengi verið aflahæsti smábátaútgerðarmaður landsins. Hann taldi veiðireynslu sína ekki hafa skilað sér í úthlutuðum kvóta og þannig hafi verið grafið undan þeirri miklu fjárfestingu sem hann hefur ráðist í. Hann krafðist því bóta en var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×