Robbie Fowler er ekki í leikmannahópi Liverpool sem heimsækir Chelsea í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú kl. 16. Rafael Benitez vill að Fowler komi sér í betra form áður en hann fer að nota sóknarmanninn sem kom á frjálsri sölu Man City í síðustu viku.
Þá er Eiður Smári Guðjohnsen á varamannabekk Chelsea en Michael Essien tekur hans stöðu á miðjunni. Talið var nær öruggt að Eiður yrði í byrjunarliðinu en Essien var úrskurðaður leikfær á síðustu stundu en þetta er fyrsti leikurinn hans í mánuð eða frá því hann meiddist í leik gegn West Ham í byrjuna janúar.
Byrjunarliðin líta þannig út;
Chelsea:
Cech, Gallas, Ricardo Carvalho, Terry, Del Horno, Makelele, Essien, Lampard, Joe Cole, Robben, Crespo.
Varamenn: Cudicini, Duff, Diarra, Eiður Guðjohnsen, Huth.
Liverpool: Reina, Finnan, Carragher, Hyypia, Warnock, Alonso, Sissoko, Riise, Kewell, Gerrard, Crouch.
Varamenn: Dudek, Cisse, Luis Garcia, Morientes, Traore.