Íslandsmótið í suðuramerískum og samkvæmisdönsum fer fram í Laugardalshöll um helgina. Keppni hófst í morgun klukkan 11 og lýkur um klukkan 16. Þá hefst síðan Íslandsmótið í gömlum dönsum en áætlað er að keppni ljúki um klukkan 18.
Það er Danssamband Íslands sem sem hefur veg og vanda af keppninni. 101 danspar er skráð til leiks í suður amerískum dönsum, 127 pör keppa í samkvæmisdönsum og 72 í gömlum dönsum. Dómarar frá 5 Evrópulöndum dæma í Laugardalshöllinni um helgina.
Þetta er fyrsta dansmót ársins á vegum Danssambandsins en næsta mót verður í Laugardalshöll 12. mars.