L-listinn í Skeiða og Gnúpverjahreppi leysist upp 26. janúar 2006 14:31 L-listinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, listi áhugafólks um farsæla sameiningu, býður ekki fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á fréttavef Suðurlands, sudurland.net. L-listinn fékk hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum, fékk fjóra fulltrúa en A-listi framfarasinna fékk 3. Langvinn deila um skólamál í hreppnum er ein aðalskýring þessarar ákvörðunar fulltrúa L-listans. Samkvæmt frétt í Glugganum, héraðsfréttablaði á Selfossi, hefur Aðalsteinn Guðmundsson oddviti og leiðtogi L- listans í Skeiða og Gnúpverjahreppi ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í hreppsnefnd. Fréttavefur Suðurlands, sudurland.net hefur eftir Matthildi E. Vilhjálmsdóttur, Hrafnhildi Ágústsdóttur, og Tryggva Steinarssyni, sem öll skipa sæti L- listans í hreppsnefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps, að þau hyggist einnig draga sig í hlé frá hreppsnefndarstörfum að loknu þessu kjörtímabili. Hrafnhildur Ágústsdóttir, sem hefur starfað í hreppsnefnd 12 ár, segir í viðtali við sudurland.net að ástæður þess að hún gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu séu persónulegar. Jafnframt segir Hranfhildur að skólamálin hafi valdið hatrömmum og langvinnum deilum í hreppnum, sem skipt hafi íbúum í tvær andstæðar fylkingar. Það sé illt í svo litlu samfélagi. Tryggvi Steinsson vildi ekki tilgreina ástæðu fyrir afstöðu sinni en tók undir að deila sveitunganna um skólamálin væri vond deila í litlu en annars góðu samfélagi. Hann taldi sig leggja þann skilning í afstöðu annarra á listanum, þ.m.t. varamanna L- listans, að þeir hyggðust ekki halda þessari baráttu áfram. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
L-listinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, listi áhugafólks um farsæla sameiningu, býður ekki fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á fréttavef Suðurlands, sudurland.net. L-listinn fékk hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum, fékk fjóra fulltrúa en A-listi framfarasinna fékk 3. Langvinn deila um skólamál í hreppnum er ein aðalskýring þessarar ákvörðunar fulltrúa L-listans. Samkvæmt frétt í Glugganum, héraðsfréttablaði á Selfossi, hefur Aðalsteinn Guðmundsson oddviti og leiðtogi L- listans í Skeiða og Gnúpverjahreppi ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í hreppsnefnd. Fréttavefur Suðurlands, sudurland.net hefur eftir Matthildi E. Vilhjálmsdóttur, Hrafnhildi Ágústsdóttur, og Tryggva Steinarssyni, sem öll skipa sæti L- listans í hreppsnefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps, að þau hyggist einnig draga sig í hlé frá hreppsnefndarstörfum að loknu þessu kjörtímabili. Hrafnhildur Ágústsdóttir, sem hefur starfað í hreppsnefnd 12 ár, segir í viðtali við sudurland.net að ástæður þess að hún gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu séu persónulegar. Jafnframt segir Hranfhildur að skólamálin hafi valdið hatrömmum og langvinnum deilum í hreppnum, sem skipt hafi íbúum í tvær andstæðar fylkingar. Það sé illt í svo litlu samfélagi. Tryggvi Steinsson vildi ekki tilgreina ástæðu fyrir afstöðu sinni en tók undir að deila sveitunganna um skólamálin væri vond deila í litlu en annars góðu samfélagi. Hann taldi sig leggja þann skilning í afstöðu annarra á listanum, þ.m.t. varamanna L- listans, að þeir hyggðust ekki halda þessari baráttu áfram.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira