Úrvalsdeildarlið Middlesbrough hefur ákveðið að rifta samningi sínum við portúgalska varnarmanninn Abel Xavier, sem féll á lyfjaprófi í haust eftir að sterar fundust í sýni sem úr honum var tekið eftir Evrópuleik. Xavier hefur áfrýjað úrskurði lyfjanefndarinnar, en ekki er búist við að átján mánaða banninu sem hann fékk verði aflétt.
