Chelsea hefur samþykkt að lána varnarmanninn Wayne Bridge til Fulham út leiktíðina, en Bridge hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með Chelsea í vetur þó hann sé inni í myndinni hjá enska landsliðinu. Bridge sagðist fagna þessu tækifæri og vonast nú til að geta tryggt sér sæti í landsliðinu í sumar með því að fá meira að spila hjá Fulham.
