Framherjinn Bobby Zamora hefur undirritað nýjan fjögurra ára samning við félagið. Zamora er 25 ára gamall og hefur skorað fimm mörk fyrir liðið í vetur, þrátt fyrir að hafa aðeins átta sinnum verið í byrjunarliðinu. Hann er alinn upp hjá West Ham, en hefur átt stutt stopp hjá Brighton og Tottenham.
