Arsene Wenger hefur lýst yfir áhuga sínum á að fá sóknarmanninn Emmanuel Adebayor hjá Mónakó í raðir Arsenal og segir að tíðinda gæti verið að vænta strax í kvöld. Wenger líkir Tógómanninum við Nwankwo Kanu og segir hann hafa allt til að bera til að geta hjálpað liði sínu, því hann sé fljótur og sterkur í loftinu.
