Veikur grunnur íslensku krónunnar er áhyggjuefni 28. desember 2006 06:45 Ólafur Ólafsson Í grein sinni segir Ólafur að horfur í viðskiptum á næsta ári séu almennt góðar og telur tilefni til sæmilegrar bjartsýni. Mynd/Hreinn Magnússon Athyglisverðustu tíðindin í viðskiptalífinu á Íslandi árið 2006 eru án vafa áhlaupið sem gert var á íslenskt efnahagslíf undir lok fyrsta ársfjórðungs. Þrátt fyrir að rekstur fyrirtækja hafi almennt gengið vel þá sannaði þetta áþreifanlega hversu brothætt íslenska hagkerfið er, meðan krónan spilar jafn stórt hlutverk í peningamálastefnunni og raun ber vitni. Þá var ekki síður athyglisvert að sjá hvernig íslenski fjármálamarkaðurinn og stjórnendur fyrirtækja brugðust við þessari árás. Með markvissum vinnubrögðum tókst að hrinda atlögunni og endurheimta fyrra traust. Einnig hefur verið áhugavert að fylgjast með áframhaldandi uppgangi íslenskra fyrirtækja og fjárfesta á erlendum vettvangi og hversu vel flest þau verkefni hafa verið að ganga. Á mínum starfsvettvangi hefur yfirstandandi ár verið tími mikilla umskipta. Í kjölfar breyttrar starfsemi sem einskorðast við neytendamarkað í Vestur-Evrópu var nafni SÍF breytt í Alfesca. Hafa breytingarnar gengið mjög vel og framundan eru mjög áhugaverðir tímar í rekstri fyrirtækisins að okkar mati. Hjá Samskipum höfum við verið að reka endahnútinn á sameiningu allrar starfsemi félagsins undir einu nafni og hefur það verið flókið og erfitt ferli. Samtímis hefur verið unnið að áframhaldandi uppbyggingu, bæði heima og erlendis, og tókum við m.a. í gagnið fjögur ný gámaflutningaskip á árinu í Evrópusiglingum félagsins. Almennt eru horfur í viðskiptum nokkuð góðar á komandi ári. Ég tel að menn geti verið sæmilega bjartsýnir hvað varðar rekstrarumhverfi fyrirtækja, bæði innanlands og utan, þó svo smæð myntkerfisins og sveiflukennd áhrif krónunnar á stöðu fyrirtækja og þar með á efnahagslífið séu vissulega áframhaldandi áhyggjuefni. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Athyglisverðustu tíðindin í viðskiptalífinu á Íslandi árið 2006 eru án vafa áhlaupið sem gert var á íslenskt efnahagslíf undir lok fyrsta ársfjórðungs. Þrátt fyrir að rekstur fyrirtækja hafi almennt gengið vel þá sannaði þetta áþreifanlega hversu brothætt íslenska hagkerfið er, meðan krónan spilar jafn stórt hlutverk í peningamálastefnunni og raun ber vitni. Þá var ekki síður athyglisvert að sjá hvernig íslenski fjármálamarkaðurinn og stjórnendur fyrirtækja brugðust við þessari árás. Með markvissum vinnubrögðum tókst að hrinda atlögunni og endurheimta fyrra traust. Einnig hefur verið áhugavert að fylgjast með áframhaldandi uppgangi íslenskra fyrirtækja og fjárfesta á erlendum vettvangi og hversu vel flest þau verkefni hafa verið að ganga. Á mínum starfsvettvangi hefur yfirstandandi ár verið tími mikilla umskipta. Í kjölfar breyttrar starfsemi sem einskorðast við neytendamarkað í Vestur-Evrópu var nafni SÍF breytt í Alfesca. Hafa breytingarnar gengið mjög vel og framundan eru mjög áhugaverðir tímar í rekstri fyrirtækisins að okkar mati. Hjá Samskipum höfum við verið að reka endahnútinn á sameiningu allrar starfsemi félagsins undir einu nafni og hefur það verið flókið og erfitt ferli. Samtímis hefur verið unnið að áframhaldandi uppbyggingu, bæði heima og erlendis, og tókum við m.a. í gagnið fjögur ný gámaflutningaskip á árinu í Evrópusiglingum félagsins. Almennt eru horfur í viðskiptum nokkuð góðar á komandi ári. Ég tel að menn geti verið sæmilega bjartsýnir hvað varðar rekstrarumhverfi fyrirtækja, bæði innanlands og utan, þó svo smæð myntkerfisins og sveiflukennd áhrif krónunnar á stöðu fyrirtækja og þar með á efnahagslífið séu vissulega áframhaldandi áhyggjuefni.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira