Veikur grunnur íslensku krónunnar er áhyggjuefni 28. desember 2006 06:45 Ólafur Ólafsson Í grein sinni segir Ólafur að horfur í viðskiptum á næsta ári séu almennt góðar og telur tilefni til sæmilegrar bjartsýni. Mynd/Hreinn Magnússon Athyglisverðustu tíðindin í viðskiptalífinu á Íslandi árið 2006 eru án vafa áhlaupið sem gert var á íslenskt efnahagslíf undir lok fyrsta ársfjórðungs. Þrátt fyrir að rekstur fyrirtækja hafi almennt gengið vel þá sannaði þetta áþreifanlega hversu brothætt íslenska hagkerfið er, meðan krónan spilar jafn stórt hlutverk í peningamálastefnunni og raun ber vitni. Þá var ekki síður athyglisvert að sjá hvernig íslenski fjármálamarkaðurinn og stjórnendur fyrirtækja brugðust við þessari árás. Með markvissum vinnubrögðum tókst að hrinda atlögunni og endurheimta fyrra traust. Einnig hefur verið áhugavert að fylgjast með áframhaldandi uppgangi íslenskra fyrirtækja og fjárfesta á erlendum vettvangi og hversu vel flest þau verkefni hafa verið að ganga. Á mínum starfsvettvangi hefur yfirstandandi ár verið tími mikilla umskipta. Í kjölfar breyttrar starfsemi sem einskorðast við neytendamarkað í Vestur-Evrópu var nafni SÍF breytt í Alfesca. Hafa breytingarnar gengið mjög vel og framundan eru mjög áhugaverðir tímar í rekstri fyrirtækisins að okkar mati. Hjá Samskipum höfum við verið að reka endahnútinn á sameiningu allrar starfsemi félagsins undir einu nafni og hefur það verið flókið og erfitt ferli. Samtímis hefur verið unnið að áframhaldandi uppbyggingu, bæði heima og erlendis, og tókum við m.a. í gagnið fjögur ný gámaflutningaskip á árinu í Evrópusiglingum félagsins. Almennt eru horfur í viðskiptum nokkuð góðar á komandi ári. Ég tel að menn geti verið sæmilega bjartsýnir hvað varðar rekstrarumhverfi fyrirtækja, bæði innanlands og utan, þó svo smæð myntkerfisins og sveiflukennd áhrif krónunnar á stöðu fyrirtækja og þar með á efnahagslífið séu vissulega áframhaldandi áhyggjuefni. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Athyglisverðustu tíðindin í viðskiptalífinu á Íslandi árið 2006 eru án vafa áhlaupið sem gert var á íslenskt efnahagslíf undir lok fyrsta ársfjórðungs. Þrátt fyrir að rekstur fyrirtækja hafi almennt gengið vel þá sannaði þetta áþreifanlega hversu brothætt íslenska hagkerfið er, meðan krónan spilar jafn stórt hlutverk í peningamálastefnunni og raun ber vitni. Þá var ekki síður athyglisvert að sjá hvernig íslenski fjármálamarkaðurinn og stjórnendur fyrirtækja brugðust við þessari árás. Með markvissum vinnubrögðum tókst að hrinda atlögunni og endurheimta fyrra traust. Einnig hefur verið áhugavert að fylgjast með áframhaldandi uppgangi íslenskra fyrirtækja og fjárfesta á erlendum vettvangi og hversu vel flest þau verkefni hafa verið að ganga. Á mínum starfsvettvangi hefur yfirstandandi ár verið tími mikilla umskipta. Í kjölfar breyttrar starfsemi sem einskorðast við neytendamarkað í Vestur-Evrópu var nafni SÍF breytt í Alfesca. Hafa breytingarnar gengið mjög vel og framundan eru mjög áhugaverðir tímar í rekstri fyrirtækisins að okkar mati. Hjá Samskipum höfum við verið að reka endahnútinn á sameiningu allrar starfsemi félagsins undir einu nafni og hefur það verið flókið og erfitt ferli. Samtímis hefur verið unnið að áframhaldandi uppbyggingu, bæði heima og erlendis, og tókum við m.a. í gagnið fjögur ný gámaflutningaskip á árinu í Evrópusiglingum félagsins. Almennt eru horfur í viðskiptum nokkuð góðar á komandi ári. Ég tel að menn geti verið sæmilega bjartsýnir hvað varðar rekstrarumhverfi fyrirtækja, bæði innanlands og utan, þó svo smæð myntkerfisins og sveiflukennd áhrif krónunnar á stöðu fyrirtækja og þar með á efnahagslífið séu vissulega áframhaldandi áhyggjuefni.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira