Stefnufesta í úfnum sjó 28. desember 2006 06:15 Sigurjón Þ. Árnason, Bankastjóri Landsbankans Sigurjón segir árið 2006 árið þegar mörg af stóru íslensku fyrirtækjunum hættu að vera „útrásarfyrirtæki” en urðu þess í stað alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. MYND/GVA Allir sem tengjast rekstri íslenskra fyrirtækja í útlöndum eru líklegast sammála því að árið 2006 marki tímamót í þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Árið færði okkur heim sanninn um að íslenskt hagkerfi er orðið alþjóðlegt. Víða um heim er fylgst með ákvörðunum sem teknar eru á Íslandi og þróun efnahagsmála hér á landi þykir nú hafa meira erindi en áður í umræðu um efnahagslíf heimsins. Segja má að þessi nýi veruleiki hafi fyrst gert vart við sig svo um munaði í upphafi árs þegar erlent matsfyrirtæki setti fram harða gagnrýni á þróun íslenskra efnahagsmála. Í kjölfarið stukku ýmsir á þann vagn og fyrir vikið sigldu íslensk fyrirtæki, ekki síst fjármálafyrirtækin, í úfnum sjó fram eftir árinu. Þrátt fyrir það standa íslensk fjármálafyrirtæki sterkari en nokkru sinni fyrr í árslok. Þetta má þakka stefnufestu þeirra á árinu enda munu flestir þeir, sem gagnrýndu hraðan vöxt þeirra, nú sjá að áætlanir íslensku bankanna eru að standast vel og að íslenskir fjárfestar og stjórnendur eiga mikið erindi með þekkingu sína á alþjóðlegan markað. Íslensk fjármálafyrirtæki brugðust vel við þeirri gagnrýni sem fram kom í upphafi árs. Sumt í gagnrýninni var réttmætt og hafa þau lagt sig fram um að grípa til aðgerða til þess að lagfæra það sem betur mátti fara. Eftir þessu hefur verið tekið meðal þeirra sem fylgjast með ástandi íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Annað í gagnrýninni var byggt á misskilningi og tókst hagsmunaaðilum vel að stilla saman strengi til þess að leiðrétta misskilning og rangfærslur af þeim toga. Þau vinnubrögð voru til mikillar fyrirmyndar og standa upp úr sem einn af hápunktum ársins. Árið 2006 var árið þegar mörg af stóru íslensku fyrirtækjunum hættu að vera „útrásarfyrirtæki“ en urðu þess í stað alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja gera sér grein fyrir því að augu heimsins beinast að þeim. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld geri sér einnig grein fyrir þessum nýja veruleika og hagi aðgerðum sínum og yfirlýsingum þannig. Í því ljósi er mikilvægt að vel sé haldið á efnahagsmálum nú þegar sér fyrir enda á miklu hagvaxtarskeiði hér á landi. Nauðsynlegt er að mjúk lending náist á næsta ári og trúverðugleiki Íslands og traust erlendra aðila á íslenskt efnahagslíf haldi áfram að vaxa. Verðmæti trúverðugleika okkar og traust í alþjóðlegu samhengi verður seint ofmetið og því er miklu til kostandi svo að því verði ekki stefnt í voða. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Allir sem tengjast rekstri íslenskra fyrirtækja í útlöndum eru líklegast sammála því að árið 2006 marki tímamót í þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Árið færði okkur heim sanninn um að íslenskt hagkerfi er orðið alþjóðlegt. Víða um heim er fylgst með ákvörðunum sem teknar eru á Íslandi og þróun efnahagsmála hér á landi þykir nú hafa meira erindi en áður í umræðu um efnahagslíf heimsins. Segja má að þessi nýi veruleiki hafi fyrst gert vart við sig svo um munaði í upphafi árs þegar erlent matsfyrirtæki setti fram harða gagnrýni á þróun íslenskra efnahagsmála. Í kjölfarið stukku ýmsir á þann vagn og fyrir vikið sigldu íslensk fyrirtæki, ekki síst fjármálafyrirtækin, í úfnum sjó fram eftir árinu. Þrátt fyrir það standa íslensk fjármálafyrirtæki sterkari en nokkru sinni fyrr í árslok. Þetta má þakka stefnufestu þeirra á árinu enda munu flestir þeir, sem gagnrýndu hraðan vöxt þeirra, nú sjá að áætlanir íslensku bankanna eru að standast vel og að íslenskir fjárfestar og stjórnendur eiga mikið erindi með þekkingu sína á alþjóðlegan markað. Íslensk fjármálafyrirtæki brugðust vel við þeirri gagnrýni sem fram kom í upphafi árs. Sumt í gagnrýninni var réttmætt og hafa þau lagt sig fram um að grípa til aðgerða til þess að lagfæra það sem betur mátti fara. Eftir þessu hefur verið tekið meðal þeirra sem fylgjast með ástandi íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Annað í gagnrýninni var byggt á misskilningi og tókst hagsmunaaðilum vel að stilla saman strengi til þess að leiðrétta misskilning og rangfærslur af þeim toga. Þau vinnubrögð voru til mikillar fyrirmyndar og standa upp úr sem einn af hápunktum ársins. Árið 2006 var árið þegar mörg af stóru íslensku fyrirtækjunum hættu að vera „útrásarfyrirtæki“ en urðu þess í stað alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja gera sér grein fyrir því að augu heimsins beinast að þeim. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld geri sér einnig grein fyrir þessum nýja veruleika og hagi aðgerðum sínum og yfirlýsingum þannig. Í því ljósi er mikilvægt að vel sé haldið á efnahagsmálum nú þegar sér fyrir enda á miklu hagvaxtarskeiði hér á landi. Nauðsynlegt er að mjúk lending náist á næsta ári og trúverðugleiki Íslands og traust erlendra aðila á íslenskt efnahagslíf haldi áfram að vaxa. Verðmæti trúverðugleika okkar og traust í alþjóðlegu samhengi verður seint ofmetið og því er miklu til kostandi svo að því verði ekki stefnt í voða.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira