Vil alls ekki missa af leiknum gegn Liverpool 20. desember 2006 00:01 Messi er framtíðarmaður hjá argentínska landsliðinu og spænska stórliðinu Barcelona, sem hann er samningsbundinn til 2014. nordicphotos/getty images Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann ristarbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmaður heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð. Messi er aðeins nítján ára en hann segir erfitt að fylgjast með samherjum sínum úr stúkunni og er farið að kitla í lappirnar. Hann hefur nú sett stefnuna á að vera orðinn tilbúinn í slaginn fyrir viðureign Börsunga gegn enska liðinu Liverpool í febrúar. „Ég held að það sé gott að setja mér það markmið að verða orðinn tilbúinn fyrir fyrri leikinn gegn Liverpool. Ég vil alls ekki missa af honum og tel mig eiga góðan möguleika á að spila hann. Ég er ekkert að stressa mig neitt vegna meiðslanna og veit það vel að maður má ekki flýta sér of mikið. Ég reyni að eyða eins miklum tíma og hægt er til að bati minn verði fullkominn. Ég gat ekki leikið gegn Chelsea en ég tel að Barcelona þurfi á hjálp minni að halda í leikjunum gegn Liverpool, þeir verða alls ekki auðveldir,“ sagði Messi. Hann telur að leikstíll Liverpool geti reynst erfiður fyrir sitt lið. „Þeir spila á Englandi en það er þó spænskur bragur á þjálfaranum og sumum leikmönnum. Þetta verður sérlega erfiður leikur fyrir Barcelona. Öll liðin sem eru komin áfram í keppninni eru mjög góð en ég tel að Liverpool, Lyon og Barcelona séu erfiðust viðureignar. Ég held samt að Liverpool hafi samt þó nokkrar áhyggjur fyrir þessa viðureign þar sem við erum núverandi Evrópumeistar og það skapar ótta,“ sagði Messi. Hann segir að von sín sé að liðið ferðist til Liverpool með góða stöðu og leiði þá í einvíginu um að komast áfram í næstu umferð. „Það yrði frábært að ná að sigra svona 2-0 eða 3-0 í fyrri leiknum. Það er líka mjög mikilvægt að við fáum ekki mark á okkur á Camp Nou til að forðast það að lenda í vandræðum á Anfield,” sagði Messi, sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í sóknarleik Barcelona en hann er yngsti leikmaður sem skorað hefur fyrir félagið í deildarleik. Honum hefur oft verið líkt við goðsögnina Diego Armando Maradona. Barcelona tapaði fyrir Internacional í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða um síðustu helgi en stórt skarð var höggvið í sóknarleik liðsins þegar Messi og markaskorarinn Samuel Eto"o meiddust báðir illa á svipuðum tíma. Eiður Smári Guðjohnsen hefur því leikið stærra hlutverk í liði Börsunga á tímabilinu en margir bjuggust við. elvargeir@frettabladid.is Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira
Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann ristarbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmaður heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð. Messi er aðeins nítján ára en hann segir erfitt að fylgjast með samherjum sínum úr stúkunni og er farið að kitla í lappirnar. Hann hefur nú sett stefnuna á að vera orðinn tilbúinn í slaginn fyrir viðureign Börsunga gegn enska liðinu Liverpool í febrúar. „Ég held að það sé gott að setja mér það markmið að verða orðinn tilbúinn fyrir fyrri leikinn gegn Liverpool. Ég vil alls ekki missa af honum og tel mig eiga góðan möguleika á að spila hann. Ég er ekkert að stressa mig neitt vegna meiðslanna og veit það vel að maður má ekki flýta sér of mikið. Ég reyni að eyða eins miklum tíma og hægt er til að bati minn verði fullkominn. Ég gat ekki leikið gegn Chelsea en ég tel að Barcelona þurfi á hjálp minni að halda í leikjunum gegn Liverpool, þeir verða alls ekki auðveldir,“ sagði Messi. Hann telur að leikstíll Liverpool geti reynst erfiður fyrir sitt lið. „Þeir spila á Englandi en það er þó spænskur bragur á þjálfaranum og sumum leikmönnum. Þetta verður sérlega erfiður leikur fyrir Barcelona. Öll liðin sem eru komin áfram í keppninni eru mjög góð en ég tel að Liverpool, Lyon og Barcelona séu erfiðust viðureignar. Ég held samt að Liverpool hafi samt þó nokkrar áhyggjur fyrir þessa viðureign þar sem við erum núverandi Evrópumeistar og það skapar ótta,“ sagði Messi. Hann segir að von sín sé að liðið ferðist til Liverpool með góða stöðu og leiði þá í einvíginu um að komast áfram í næstu umferð. „Það yrði frábært að ná að sigra svona 2-0 eða 3-0 í fyrri leiknum. Það er líka mjög mikilvægt að við fáum ekki mark á okkur á Camp Nou til að forðast það að lenda í vandræðum á Anfield,” sagði Messi, sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í sóknarleik Barcelona en hann er yngsti leikmaður sem skorað hefur fyrir félagið í deildarleik. Honum hefur oft verið líkt við goðsögnina Diego Armando Maradona. Barcelona tapaði fyrir Internacional í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða um síðustu helgi en stórt skarð var höggvið í sóknarleik liðsins þegar Messi og markaskorarinn Samuel Eto"o meiddust báðir illa á svipuðum tíma. Eiður Smári Guðjohnsen hefur því leikið stærra hlutverk í liði Börsunga á tímabilinu en margir bjuggust við. elvargeir@frettabladid.is
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira