Kviðslitinn á kaldri slóð 18. desember 2006 12:45 Baldur blaðamaður fer uppá hálendið til að rannsaka dularfullt andlát næturvarðar. „Þetta gerðist reyndar bara undir lokin á tökunum og kom því ekki að sök,“ segir Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Köld slóð en hann kviðslitnaði og tábrotnaði á síðustu tökudögunum. „Ég var látinn hanga eitthvað undir lokin og þá kom þetta í ljós,“ bætir hann við. Köld slóð verður ein af jólamyndum þessa árs en hún verður frumsýnd 29. desember. Myndin skartar auk Þrastar þeim Elvu Ósk Ólafsdóttur, Anitu Briem og danska leikaranum Lars Bryggman í aðalhlutverkunum. Leikstjóri er Björn Brynjúlfur Björnsson. Í myndinni segir frá hinum harðsvíraða blaðamanni Baldri sem heldur upp á hálendið til að rannsaka dularfullt lát næturvarðar í virkjun. Þröstur segist hafa haft það í huga að kynna sér störf blaðamanna fyrir hlutverkið en blaðið sem Baldur vinnur á í myndinni kallar ekki allt á ömmu sína. „Þetta er svona í líkingu við DV eins og það var undir lokin og ég komst í raun um að þetta er skítadjobb,“ segir Þröstur og hlær en hann komst aldrei í að tala við blaðamenn, gafst hreinlega ekki tími til þess. „Björn Brynjúlfur, leikstjóri myndarinnar, hefur einhverja reynslu af þessum bransa og hann ráðlagði mér eins langt og það náði,“ bætir Þröstur við. Leikarinn viðurkennir að hann sé kominn með hnút í magann fyrir frumsýningardaginn og sé skíthræddur við hvernig þetta komi út. „Sjálfur hef ég ekki séð nema bara stutta búta úr myndinni og er því orðinn nokkuð spenntur,“ segir Þröstur. Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Þetta gerðist reyndar bara undir lokin á tökunum og kom því ekki að sök,“ segir Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Köld slóð en hann kviðslitnaði og tábrotnaði á síðustu tökudögunum. „Ég var látinn hanga eitthvað undir lokin og þá kom þetta í ljós,“ bætir hann við. Köld slóð verður ein af jólamyndum þessa árs en hún verður frumsýnd 29. desember. Myndin skartar auk Þrastar þeim Elvu Ósk Ólafsdóttur, Anitu Briem og danska leikaranum Lars Bryggman í aðalhlutverkunum. Leikstjóri er Björn Brynjúlfur Björnsson. Í myndinni segir frá hinum harðsvíraða blaðamanni Baldri sem heldur upp á hálendið til að rannsaka dularfullt lát næturvarðar í virkjun. Þröstur segist hafa haft það í huga að kynna sér störf blaðamanna fyrir hlutverkið en blaðið sem Baldur vinnur á í myndinni kallar ekki allt á ömmu sína. „Þetta er svona í líkingu við DV eins og það var undir lokin og ég komst í raun um að þetta er skítadjobb,“ segir Þröstur og hlær en hann komst aldrei í að tala við blaðamenn, gafst hreinlega ekki tími til þess. „Björn Brynjúlfur, leikstjóri myndarinnar, hefur einhverja reynslu af þessum bransa og hann ráðlagði mér eins langt og það náði,“ bætir Þröstur við. Leikarinn viðurkennir að hann sé kominn með hnút í magann fyrir frumsýningardaginn og sé skíthræddur við hvernig þetta komi út. „Sjálfur hef ég ekki séð nema bara stutta búta úr myndinni og er því orðinn nokkuð spenntur,“ segir Þröstur.
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira