Ætluðu að stela 300 kílóa hraðbanka 30. nóvember 2006 06:45 Tveir menn gerðu vonlitla tilraun til að stela 300 kílóa hraðbanka úr útibúi Landsbankans að Kletthálsi í gærmorgun. MYND/Vilhelm Tveir karlmenn reyndu að stela þrjú hundruð kílóa hraðbanka úr útibúi Landsbankans að Kletthálsi í Reykjavík á miðvikudagsmorgun. Mennirnir losuðu hraðbankann, mjökuðu honum að hurð bankans og veltu honum á hliðina. Öryggiskerfi bankans fór í gang og tóku myndavélar í anddyrinu aðfarirnar upp á myndband. Þegar öryggisvörður kom á vettvang lá hraðbankinn í dyragættinni en mennirnir höfðu hypjað sig. Öryggisvörðurinn gerði lögreglunni viðvart laust fyrir klukkan átta og kom hún á vettvang og rannsakaði vegsummerki eftir ránstilraunina. Mennirnir voru ekki með nein verkfæri þegar þeir reyndu að fremja ránið og bendir það til að um skyndiákvörðun hafi verið að ræða. Haukur Þór Haraldsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsbankans, segir að mennirnir hafi líklega ekki áttað sig almennilega á því hvað þeir voru að gera; að þeir væru í beinni útsendingu meðan þeir böðluðust á hraðbankanum. „Ef þeir hefðu litið upp og séð myndavélina þá hefðu þeir áttað sig á því að þetta var vonlaus tilraun," segir Haukur og bætir því við að hraðbankar í landinu hafi yfirleitt verið látnir í friði. Að sögn Hauks var hraðbankinn illa festur, hann var ekki boltaður niður í gólfið, sem venjulega er gert til að festa slíka hraðbanka. Ástæðan er sú að það er hiti í flísunum í anddyri útibúsins sem gerir það ómögulegt að festa hraðbankann með boltum því þeir eyðileggi hitamottuna undir flísunum. „Í þessu tilfelli var hraðbankinn festur með lélegustu festingunum okkar." Haukur segir að hugsanlega hafi tæknibúnaður inni í hraðbankanum skemmst en að líklega sé ekki um mikið tjón að ræða fyrir bankann. Starfsmaður lögreglunnar í Reykjavík segir að ekki sé gáfulegt að stela slíkum hraðbönkum því yfirleitt séu ekki miklir peningar í þeim. Hann segist eingöngu muna eftir einu slíku ráni. Það átti sér stað í anddyri Kennaraháskólans fyrir nokkrum árum. Þá náðu þjófar að nema hraðbanka á brott og gómaði lögreglan mennina og var hraðbankinn í bíl þeirra. Lögreglan rannsakar nú ránstilraunina og býst við því að handtaka þjófana fljótlega ef þeir gefa sig þá ekki fram áður. Innlent Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Tveir karlmenn reyndu að stela þrjú hundruð kílóa hraðbanka úr útibúi Landsbankans að Kletthálsi í Reykjavík á miðvikudagsmorgun. Mennirnir losuðu hraðbankann, mjökuðu honum að hurð bankans og veltu honum á hliðina. Öryggiskerfi bankans fór í gang og tóku myndavélar í anddyrinu aðfarirnar upp á myndband. Þegar öryggisvörður kom á vettvang lá hraðbankinn í dyragættinni en mennirnir höfðu hypjað sig. Öryggisvörðurinn gerði lögreglunni viðvart laust fyrir klukkan átta og kom hún á vettvang og rannsakaði vegsummerki eftir ránstilraunina. Mennirnir voru ekki með nein verkfæri þegar þeir reyndu að fremja ránið og bendir það til að um skyndiákvörðun hafi verið að ræða. Haukur Þór Haraldsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsbankans, segir að mennirnir hafi líklega ekki áttað sig almennilega á því hvað þeir voru að gera; að þeir væru í beinni útsendingu meðan þeir böðluðust á hraðbankanum. „Ef þeir hefðu litið upp og séð myndavélina þá hefðu þeir áttað sig á því að þetta var vonlaus tilraun," segir Haukur og bætir því við að hraðbankar í landinu hafi yfirleitt verið látnir í friði. Að sögn Hauks var hraðbankinn illa festur, hann var ekki boltaður niður í gólfið, sem venjulega er gert til að festa slíka hraðbanka. Ástæðan er sú að það er hiti í flísunum í anddyri útibúsins sem gerir það ómögulegt að festa hraðbankann með boltum því þeir eyðileggi hitamottuna undir flísunum. „Í þessu tilfelli var hraðbankinn festur með lélegustu festingunum okkar." Haukur segir að hugsanlega hafi tæknibúnaður inni í hraðbankanum skemmst en að líklega sé ekki um mikið tjón að ræða fyrir bankann. Starfsmaður lögreglunnar í Reykjavík segir að ekki sé gáfulegt að stela slíkum hraðbönkum því yfirleitt séu ekki miklir peningar í þeim. Hann segist eingöngu muna eftir einu slíku ráni. Það átti sér stað í anddyri Kennaraháskólans fyrir nokkrum árum. Þá náðu þjófar að nema hraðbanka á brott og gómaði lögreglan mennina og var hraðbankinn í bíl þeirra. Lögreglan rannsakar nú ránstilraunina og býst við því að handtaka þjófana fljótlega ef þeir gefa sig þá ekki fram áður.
Innlent Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira