Ferð til Íslands í brúðkaupsgjöf 30. nóvember 2006 06:00 Hakan og Aylin eru ritstjórar tímaritsins Bant í Tyrklandi, en þau fengu heldur óhefðbundna brúðkaupsgjöf. 35 vinir þeirra lögðu í púkk og gáfu þeim ferð til Íslands. „Við héldum veislu á veitingastað í Istanbúl til að þakka þeim fyrir, og hengdum íslenska fánann á vegginn," segja hin nýbökuðu hjón þar sem þau sitja á hótelinu Klöpp á Klapparstíg. Þau eru þó ekki eingöngu hér til að skemmta sér, því þau nýta fríið til að taka viðtöl við íslenska tónlistarmenn eins og Dr. Gunna og Örvar úr múm. „Þetta er yfirleitt svona hjá okkur, við höfum farið saman til Barcelona og Stokkhólms og notuðum þá tækifærið til að tala við þarlenda tónlistarmenn. En manni líður aldrei eins og þetta sé vinna, þvert á móti er þetta góð leið til að kynnast fólki," segir Aylin. „Við giftum okkur fyrir þremur vikum síðan, en vinirnir pössuðu upp á að panta ekki ferðina fyrr en blaðið var komið í prentun. Daginn eftir brúðkaupið þurftum við að mæta til vinnu," segir Hakan. Þau unnu áður hjá fyrirtækinu Merkez Dergi, sem gefur út fjöldamörg blöð, meðal annars Cosmopolitan á tyrknesku, en stofnuðu fyrir tveimur árum síðan tímaritið Bent. „Okkur langaði til að gera eitthvað þar sem við sjálf réðum ferðinni. Í fyrstu lögðu vinir okkar til greinar, en nú erum við farin að geta borgað fólki og erum einnig með útvarpsþátt og höldum tónleika. Þetta er allsherjar lífsstílsblað, en við leggjum áherslu á að kynna listafólk og tónlistarmenn sem ekki er fjallað um annars staðar. Það er mikil gróska í Istanbúl þótt plötufyrirtækin sinni henni illa og gefi helst út iðnaðarpopp." En hvers vegna, ber mér skylda til að spyrja, Ísland? „Það var annaðhvort Brasilía eða Ísland," svarar Hakan. Jú, annaðhvort hlaut það að vera. „Ég hef mikinn áhuga á norðurslóðum og hef horft á íslenskar bíómyndir eins og Cold Fever, 101 Reykjavík og Nóa albínóa, og langaði til að sjá öll litlu húsin," segir Aylin. Nýbakaður eiginmaðurinn hefur meiri áhuga á tónlist. „Það hljómar klént, en ég hef hlustað mikið á Björk og hún hefur dregið upp ákveðna mynd af Íslandi sem er heillandi en kannski aðeins að hluta til rétt. Hún spilaði á djasshátíð í Istanbúl fyrir tíu árum síðan en það hefði verið gaman að sjá hana hér með Sykurmolunum. Svo hlusta ég einnig á Sigurrós og múm." Hjónin verða hér í rúma viku og ætla að fara í sund, sjá Gullfoss og Geysi og svo að sjálfsögðu skoða sig um í plötubúðum. „Smekkleysubúðin og 12 Tónar eru mjög skemmtilegar búðir, en geisladiskar hér eru dýrir. Ég keypti þrjá geisladiska í gær en hefði fengið tíu á sama verði heima," segir Aylin. Innlent Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Hakan og Aylin eru ritstjórar tímaritsins Bant í Tyrklandi, en þau fengu heldur óhefðbundna brúðkaupsgjöf. 35 vinir þeirra lögðu í púkk og gáfu þeim ferð til Íslands. „Við héldum veislu á veitingastað í Istanbúl til að þakka þeim fyrir, og hengdum íslenska fánann á vegginn," segja hin nýbökuðu hjón þar sem þau sitja á hótelinu Klöpp á Klapparstíg. Þau eru þó ekki eingöngu hér til að skemmta sér, því þau nýta fríið til að taka viðtöl við íslenska tónlistarmenn eins og Dr. Gunna og Örvar úr múm. „Þetta er yfirleitt svona hjá okkur, við höfum farið saman til Barcelona og Stokkhólms og notuðum þá tækifærið til að tala við þarlenda tónlistarmenn. En manni líður aldrei eins og þetta sé vinna, þvert á móti er þetta góð leið til að kynnast fólki," segir Aylin. „Við giftum okkur fyrir þremur vikum síðan, en vinirnir pössuðu upp á að panta ekki ferðina fyrr en blaðið var komið í prentun. Daginn eftir brúðkaupið þurftum við að mæta til vinnu," segir Hakan. Þau unnu áður hjá fyrirtækinu Merkez Dergi, sem gefur út fjöldamörg blöð, meðal annars Cosmopolitan á tyrknesku, en stofnuðu fyrir tveimur árum síðan tímaritið Bent. „Okkur langaði til að gera eitthvað þar sem við sjálf réðum ferðinni. Í fyrstu lögðu vinir okkar til greinar, en nú erum við farin að geta borgað fólki og erum einnig með útvarpsþátt og höldum tónleika. Þetta er allsherjar lífsstílsblað, en við leggjum áherslu á að kynna listafólk og tónlistarmenn sem ekki er fjallað um annars staðar. Það er mikil gróska í Istanbúl þótt plötufyrirtækin sinni henni illa og gefi helst út iðnaðarpopp." En hvers vegna, ber mér skylda til að spyrja, Ísland? „Það var annaðhvort Brasilía eða Ísland," svarar Hakan. Jú, annaðhvort hlaut það að vera. „Ég hef mikinn áhuga á norðurslóðum og hef horft á íslenskar bíómyndir eins og Cold Fever, 101 Reykjavík og Nóa albínóa, og langaði til að sjá öll litlu húsin," segir Aylin. Nýbakaður eiginmaðurinn hefur meiri áhuga á tónlist. „Það hljómar klént, en ég hef hlustað mikið á Björk og hún hefur dregið upp ákveðna mynd af Íslandi sem er heillandi en kannski aðeins að hluta til rétt. Hún spilaði á djasshátíð í Istanbúl fyrir tíu árum síðan en það hefði verið gaman að sjá hana hér með Sykurmolunum. Svo hlusta ég einnig á Sigurrós og múm." Hjónin verða hér í rúma viku og ætla að fara í sund, sjá Gullfoss og Geysi og svo að sjálfsögðu skoða sig um í plötubúðum. „Smekkleysubúðin og 12 Tónar eru mjög skemmtilegar búðir, en geisladiskar hér eru dýrir. Ég keypti þrjá geisladiska í gær en hefði fengið tíu á sama verði heima," segir Aylin.
Innlent Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira