Fjöldi kókaínfíkla hefur tuttugufaldast 30. nóvember 2006 05:30 Fjöldi þeirra sem leita sér meðferðar vegna kókaínfíknar hefur meira en tuttugufaldast á örfáum árum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, hófst þessi mikla fjölgun rétt fyrir aldamótin síðustu. „Á tveggja ára tímabili frá 1998 til 2000 fjölgaði þeim sem leituðu til okkar vegna kókaínfíknar frá því að vera um tíu á ári í það að vera yfir 150. Síðan hefur fjöldinn aukist hægt og rólega. Núna fáum við yfir 200 tilfelli árlega. Þetta breyttist mikið á þessum tíma. Neyslan varð almennari og tengist meira skemmtunum og skemmtanaiðnaðinum. Obbi þeirra sem leita til okkar vegna kókaínneyslu er enda ungt fólk, flest á aldrinum 20-30 ára.“ Að sögn Þórarins fer það mikið eftir fjárhag neytenda hverju sinni hvaða efna þeir eru að neyta. „Það er að færast í aukana að fólk noti einvörðungu kókaín. Þegar vel stendur á hjá því efnalega þá sækir það í kókaín en skiptir svo yfir í amfetamín þegar það er féminna. Sumir kvarta yfir því að kókaín sé svo dýrt, annars myndu þeir taka meira af því.“ Í síðustu viku var íslenskur karlmaður handtekinn í Leifsstöð með þrjú kíló af kókaíni í farangri sínum. Það er mesta magn efnisins sem gert hefur verið upptækt við tollaeftirlit hér á landi frá upphafi. Það er þriðja stóra kókaínmálið sem upp hefur komið á síðustu mánuðum. Í ágúst var átján ára stúlka gripin við reglubundið tollaeftirlit með um tvö kíló af efninu í fórum sínum. Í október komu svo upp tvö aðskilin mál með skömmu millibili þar sem samanlagt um 700 grömm af kókaíni fundust falin í skóm einstaklinga sem komu til landsins. Alls hefur verið lagt hald á um 13 kíló af efninu í ár sem er langmesta magn kókaíns sem lögregla og tollgæsla hafa gert upptækt á einu ári. Fyrra metár var árið 2004 þegar lagt var hald á rúm 6 kíló. Utan þess árs var meðaltal kókaíns sem var gert upptækt á tímabilinu 1999 til 2005 í kringum eitt kíló. Þórarinn segir að það magn sem finnist sé fyrst og síðast mælikvarði á það að aðilar séu að reyna að koma kókaíni á markað hérlendis. „Það er eftirsóknarvert að koma kókaíni á markað vegna þess að verðið er mjög hátt og ágóðavonin mikil. Það er mikið af fólki í þjóðfélaginu sem vill kókaín og er tilbúið að borga mikið fyrir að fá það.“ Innlent Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Fjöldi þeirra sem leita sér meðferðar vegna kókaínfíknar hefur meira en tuttugufaldast á örfáum árum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, hófst þessi mikla fjölgun rétt fyrir aldamótin síðustu. „Á tveggja ára tímabili frá 1998 til 2000 fjölgaði þeim sem leituðu til okkar vegna kókaínfíknar frá því að vera um tíu á ári í það að vera yfir 150. Síðan hefur fjöldinn aukist hægt og rólega. Núna fáum við yfir 200 tilfelli árlega. Þetta breyttist mikið á þessum tíma. Neyslan varð almennari og tengist meira skemmtunum og skemmtanaiðnaðinum. Obbi þeirra sem leita til okkar vegna kókaínneyslu er enda ungt fólk, flest á aldrinum 20-30 ára.“ Að sögn Þórarins fer það mikið eftir fjárhag neytenda hverju sinni hvaða efna þeir eru að neyta. „Það er að færast í aukana að fólk noti einvörðungu kókaín. Þegar vel stendur á hjá því efnalega þá sækir það í kókaín en skiptir svo yfir í amfetamín þegar það er féminna. Sumir kvarta yfir því að kókaín sé svo dýrt, annars myndu þeir taka meira af því.“ Í síðustu viku var íslenskur karlmaður handtekinn í Leifsstöð með þrjú kíló af kókaíni í farangri sínum. Það er mesta magn efnisins sem gert hefur verið upptækt við tollaeftirlit hér á landi frá upphafi. Það er þriðja stóra kókaínmálið sem upp hefur komið á síðustu mánuðum. Í ágúst var átján ára stúlka gripin við reglubundið tollaeftirlit með um tvö kíló af efninu í fórum sínum. Í október komu svo upp tvö aðskilin mál með skömmu millibili þar sem samanlagt um 700 grömm af kókaíni fundust falin í skóm einstaklinga sem komu til landsins. Alls hefur verið lagt hald á um 13 kíló af efninu í ár sem er langmesta magn kókaíns sem lögregla og tollgæsla hafa gert upptækt á einu ári. Fyrra metár var árið 2004 þegar lagt var hald á rúm 6 kíló. Utan þess árs var meðaltal kókaíns sem var gert upptækt á tímabilinu 1999 til 2005 í kringum eitt kíló. Þórarinn segir að það magn sem finnist sé fyrst og síðast mælikvarði á það að aðilar séu að reyna að koma kókaíni á markað hérlendis. „Það er eftirsóknarvert að koma kókaíni á markað vegna þess að verðið er mjög hátt og ágóðavonin mikil. Það er mikið af fólki í þjóðfélaginu sem vill kókaín og er tilbúið að borga mikið fyrir að fá það.“
Innlent Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira