Tíu banaslys á sjö árum rakin til þreytu ökumanns 28. nóvember 2006 06:30 Tíu banaslys á sjö ára tímabili eru rakin til syfju ökumanns. Myndin tengist fréttinni ekki. MYND/Vilhelm Tíu einstaklingar létust í umferðarslysum á Íslandi frá 1998 til 2005 vegna þess að ökumaður sofnaði undir stýri. Árið 2001 voru fjögur banaslys rakin til þessa en í öllum tilfellum lést farþegi í framsæti. Ástand þar sem einstaklingur er svo þreyttur að hann missir stjórn á bifreið sinni er talið jafn hættulegt og ef ökumaður er ölvaður undir stýri. Slysatíðni vegna syfju er talin stórlega vanmetin þar sem ökumenn viðurkenna ekki alltaf raunverulega orsök slyss og slys eru aldrei skráð nema öruggur vitnisburður sé fyrir hendi. Þetta kom fram í máli Gunnars Guðmundssonar, lungnalæknis á Landspítala, sem flutti erindi um syfju og akstur á umferðarþingi í gær. Einnig kom fram að tölur frá Umferðarstofu sýna að 13 prósent allra framanákeyrslna og 12 prósent tilfella þar sem ökumaður ekur útaf vegi eru vegna syfju. Erlendis eru 30 prósent framan-ákeyrslna og útafaksturs rakin til syfju og fjórir af hverjum tíu viðurkenna að hafa dottað undir stýri. Í umræðum um erindið kom fram sú spurning hvernig tengsl syfju og slysa eru metin. Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sat fyrir svörum og sagði að syfja væri aldrei skráð sem orsök slyss nema öruggur vitnisburður væri fyrir hendi. Þess vegna telur hann öruggt að syfja sem orsök slysa sé stórlega vanmetin. Gunnar segir Íslendinga í mörgum tilfellum hvílast of lítið og tiltók margar ástæður þess vegna. Kæfisvefn er ein þessara ástæðna og hefur verið mikið rannsakaður. Fjögur prósent karla og tvö prósent kvenna á Íslandi þjást af kæfi-svefni. „Það er staðreynd að akstur skiptir miklu máli við kæfisvefn og tölur sýna að syfja getur verið jafn hættuleg og ölvun við akstur. Meðferð við kæfisvefni lagar dag-syfju og eykur færni til aksturs. Tölur sýna að ef 500 einstaklingar með kæfisvefn eru meðhöndlaðir eigum við að geta forðað einu banaslysi, 75 slysum þar sem fólk meiðist og 200 slysum þar sem verður tjón.“ Gunnar telur að vitundarvakning þurfi að verða hjá Íslendingum varðandi syfju og akstur. Eins bendir hann á nauðsyn þess að aðvörunarkerfi verði sett í bíla og vegi auk þess að gert verði ráð fyrir aðstöðu til hvíldar í vegakerfinu. Gunnar Guðmundsson læknir . Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Tíu einstaklingar létust í umferðarslysum á Íslandi frá 1998 til 2005 vegna þess að ökumaður sofnaði undir stýri. Árið 2001 voru fjögur banaslys rakin til þessa en í öllum tilfellum lést farþegi í framsæti. Ástand þar sem einstaklingur er svo þreyttur að hann missir stjórn á bifreið sinni er talið jafn hættulegt og ef ökumaður er ölvaður undir stýri. Slysatíðni vegna syfju er talin stórlega vanmetin þar sem ökumenn viðurkenna ekki alltaf raunverulega orsök slyss og slys eru aldrei skráð nema öruggur vitnisburður sé fyrir hendi. Þetta kom fram í máli Gunnars Guðmundssonar, lungnalæknis á Landspítala, sem flutti erindi um syfju og akstur á umferðarþingi í gær. Einnig kom fram að tölur frá Umferðarstofu sýna að 13 prósent allra framanákeyrslna og 12 prósent tilfella þar sem ökumaður ekur útaf vegi eru vegna syfju. Erlendis eru 30 prósent framan-ákeyrslna og útafaksturs rakin til syfju og fjórir af hverjum tíu viðurkenna að hafa dottað undir stýri. Í umræðum um erindið kom fram sú spurning hvernig tengsl syfju og slysa eru metin. Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sat fyrir svörum og sagði að syfja væri aldrei skráð sem orsök slyss nema öruggur vitnisburður væri fyrir hendi. Þess vegna telur hann öruggt að syfja sem orsök slysa sé stórlega vanmetin. Gunnar segir Íslendinga í mörgum tilfellum hvílast of lítið og tiltók margar ástæður þess vegna. Kæfisvefn er ein þessara ástæðna og hefur verið mikið rannsakaður. Fjögur prósent karla og tvö prósent kvenna á Íslandi þjást af kæfi-svefni. „Það er staðreynd að akstur skiptir miklu máli við kæfisvefn og tölur sýna að syfja getur verið jafn hættuleg og ölvun við akstur. Meðferð við kæfisvefni lagar dag-syfju og eykur færni til aksturs. Tölur sýna að ef 500 einstaklingar með kæfisvefn eru meðhöndlaðir eigum við að geta forðað einu banaslysi, 75 slysum þar sem fólk meiðist og 200 slysum þar sem verður tjón.“ Gunnar telur að vitundarvakning þurfi að verða hjá Íslendingum varðandi syfju og akstur. Eins bendir hann á nauðsyn þess að aðvörunarkerfi verði sett í bíla og vegi auk þess að gert verði ráð fyrir aðstöðu til hvíldar í vegakerfinu. Gunnar Guðmundsson læknir .
Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira